VIPP kynnir fegursta eldhús allra tíma

Glæsilegt eldhús frá VIPP – en þessi nýja eining var …
Glæsilegt eldhús frá VIPP – en þessi nýja eining var að koma á markað. Mbl.is/VIPP

Hér er frétt sem fag­ur­ker­ar lands­ins vilja ekki missa af, því danska hönn­un­ar­fyr­ir­tækið VIPP var að senda frá sér nýtt eld­hús sem á eng­an sinn líka.

Eld­hús­hönn­un VIPP er hugsuð í ein­ing­um, þar sem not­and­inn get­ur raðað sam­an sínu drauma­eld­húsi eft­ir þörf­um og ósk­um. Fyr­ir­tækið sendi frá sér sitt fyrsta eld­hús fyr­ir ör­fá­um árum og í dag hef­ur ný út­gáfa litið dags­ins ljós sem ger­ir mann hálforðlaus­an – enda hand­bragðið og feg­urðin slík að eng­an læt­ur ósnort­inn.

Nýja eld­húsið kall­ast V2, og ber í raun sömu grind­ina og fyrsta eld­húsið þeirra, V1, nema hér hef­ur dökkri eik verið bætt við á skápa og skúff­ur sem mæt­ir marm­ara í borðplötu og fær­ir okk­ur nær rót­um danskr­ar menn­ing­ar og alla leið til Jap­ans – því ein­fald­leik­inn og fag­ur­fræðin mæt­ast hér í stór­kost­legri hönn­un á skápa­ein­ing­um, ásamt eld­hús­eyju. Morten Bo Jen­sen yf­ir­hönnuður hjá VIPP seg­ir að efn­is­valið sé eins og sin­fón­ía, þar sem sam­spil á milli marm­ar­ans og dökku eik­ar­inn­ar tóni ein­stak­lega vel með ál­inu og hamraða gler­inu sem finna má í inn­rétt­ing­unni.

Eld­hús­in frá VIPP eru svo sann­ar­lega eins og fal­leg mubla sem hægt er að dást að í tíma og ótíma, og ekki að ástæðulausu sem þau vekja at­hygli í öll­um helstu hús­búnaðar­tíma­rit­um heims. Hönn­un­in gef­ur ekk­ert eft­ir hvað varðar efn­is­val og hugað er að minnstu smá­atriðum, því hér er aðeins not­ast við það besta. Þetta er ekki eld­hús sem þú munt skipta út eft­ir ákveðinn tíma því það dug­ar þér æv­ina út og leng­ur ef því er að skipta. Eld­hús­in frá VIPP fást í versl­un­inni EPAL.

Skápahurðar með engum höldum, því hér um ræðir að „ýta …
Skápa­h­urðar með eng­um höld­um, því hér um ræðir að „ýta og smella“ til að opna og loka. Mbl.is/​VIPP
Mbl.is/​VIPP
Allar skúffur eru með góðu og haldgóðu gripi sem rennur …
All­ar skúff­ur eru með góðu og hald­góðu gripi sem renn­ur þó mjúk­lega inn í inn­rétt­ing­una og er því lítt sýni­legt. Mbl.is/​VIPP
Glerhurðarnar sýna óbeint það sem leynist í skápunum, en innbyggð …
Gler­h­urðarn­ar sýna óbeint það sem leyn­ist í skáp­un­um, en inn­byggð lýs­ing gef­ur hill­un­um enn meiri glæsi­leika. Mbl.is/​VIPP
Mbl.is/​VIPP
Mbl.is/​VIPP
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert