Það er varla hægt að opna samfélagsmiðla nema einhver sé að birta myndir af plastglösum sem líta út eins og dýrustu og fínustu kristalsglös. Því er óhætt að segja að þetta séu ein vinsælustu glös landsins. Landsmenn eru duglegir að stunda útivist af ýmsu tagi sem og skála uppi á toppnum eftir erfiðið – og því ekki að gera það með stæl!
Við nánari athugun er um svokallaðar pikknikkvörur að ræða – vörur sem hægt er að nota innan- sem utandyra, í húsbílnum, hjólhýsinu, sumarbústaðnum eða í heita pottinum. Vörurnar eru framleiddar úr akrílplasti og líta út fyrir að vera úr gleri en eru helmingi léttari og því margfalt brotþolnari fyrir vikið. Hér ræðir um glös á fæti, skálar, hnífapör, diska og könnu, svo eitthvað sé nefnt – sannkallað ferðasett fyrir fagurkera. Vörurnar eru frá sænska fyrirtækinu Sagaform sem hefur framleitt húsbúnaðarvörur í yfir 25 ár og hannar hagnýtar og fallegar vörur til heimilisins sem þessar hér. Eitt er víst; glamúrinn mun fylgja þér á ferðalagi í sumar með þessar vörur í farteskinu, en við sáum þær fáanlegar í netversluninni hjá Ramba.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl