Sumarið kallar á ljósa og létta liti – og þar er Stelton á heimavelli með smekklegar nýjungar sem aldrei fyrr.
Ein af nýjungunum frá Stelton eru hitakönnur sem draga nafn sitt, Amphora, frá ævafornum leirkrukkum sem notaðar voru til að geyma olíur og vín og flytja á milli staða. Það er danski hönnuðurinn Sebastian Holmbäck sem á heiðurinn af könnunum og fékk innblástur í hönnunina frá Amphora – eða rúnnaðar og áberandi línur sem vekja eftirtekt, eins og sjá má í könnunni.
Önnur nýjung eru vörur er kallast Pilestro, en sú vörulína inniheldur skálar, glös og vínkæli – akkúrat það sem við þurfum fyrir sumarið. Það er með vörum sem þessum sem þú getur lyft hversdagslegu borðhaldi yfir á næsta stig. Glervörurnar eru látlausar og er efnisvalið þannig að þær passa með hvaða matarstelli sem er – og við hvaða tilefni sem er.