Nýtt bragð í lúxussælgæti

The Mallows eru lúxusútgáfa af sykurpúðum með súkkulaði.
The Mallows eru lúxusútgáfa af sykurpúðum með súkkulaði. Mbl.is/The Mallows

Nýj­ar frétt­ir af sætu syk­ur­púðunum frá The Mallows – nýj­ar bragðteg­und­ir hafa bæst í hóp­inn sem og nýj­ar umbúðir. En þegar við sjá­um nýtt sæl­gæti – þá rek­um við upp stór augu og vilj­um smakka!
Það er eng­in önn­ur en Emma Bülow sem er forsprakk­inn að The Mallows – en fyr­ir þá sem ekki vita, þá er hún litla syst­ir lakk­rí­skóngs­ins Joh­an Bülow sem við þekkj­um svo vel og því eru syk­ur­púðarn­ir al­veg í sama gæðaflokki.

Þess­ir súkkulaðihúðuðu syk­ur­púðar eru nú komn­ir í nýj­ar umbúðir og tvær nýj­ar bragðteg­und­ir hafa litið dags­ins ljós. Fyrst ber að nefna salt­kara­mellu-syk­ur­púða með vanillu­keim, húðaðir með belg­ísku mjólk­ursúkkulaði og mjúkri franskri kara­mellu – ásamt maldonsalti og kakói. Hin nýj­ung­in eru syk­ur­púðar með lakk­rís­húð og belg­ísku mjólk­ursúkkulaði, en í súkkulaðinu má finna lít­il lakk­rískorn sem gefa ein­stakt bragð. Það þarf varla að sann­færa okk­ur meira um að nýju bragðteg­und­irn­ar séu þess virði að smakka, en The Mallows fæst í Epal.

Saltkaramellu-sykurpúðar með vanillukeim, húðaðir með belgísku mjólkursúkkulaði og mjúkri franskri …
Salt­kara­mellu-syk­ur­púðar með vanillu­keim, húðaðir með belg­ísku mjólk­ursúkkulaði og mjúkri franskri kara­mellu – ásamt maldonsalti og kakói. Mbl.is/​The Mallows
Sykurpúðar með lakkríshúð og belgísku mjólkursúkkulaði, en í súkkulaðinu má …
Syk­ur­púðar með lakk­rís­húð og belg­ísku mjólk­ursúkkulaði, en í súkkulaðinu má finna lít­il lakk­rískorn sem gefa ein­stakt bragð. Mbl.is/​The Mallows
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert