Nýjasta æðið er gin-pasta

Heitasti pastarétturinn í dag inniheldur gin.
Heitasti pastarétturinn í dag inniheldur gin. Mbl.is/barossadistilling.com

Fyrst var það vod­ka sem réð ríkj­um hér í pasta­rétti á síðasta ári – og nú er það gin sem stjórn­ar ferðinni.

Það var Gigi Hadid sem kom vod­ka-pasta­rétti aft­ur á kortið á síðastliðnu ári. Myllu­merkið #vodkap­asta hef­ur fengið yfir 32,7 millj­ón­ir skoðana á TikT­ok sem seg­ir okk­ur að Gigi hafi haft ein­hver áhrif þar á. Rétt­ur­inn er þó ekki nýr af nál­inni, því hann kem­ur upp­runa­lega frá átt­unda ára­tugn­um, þegar róm­versk­ur kokk­ur var beðinn að búa til rétt­inn að beiðni vod­ka­fyr­ir­tæk­is. Og hér er upp­skrift að gin-pasta sem er alls ekki síðra en það fyrr­nefnda.

Nýjasta æðið er gin-pasta

Vista Prenta

Gin-pasta

  • 500 g penne-pasta, soðið al dente
  • ½ lauk­ur, skor­inn niður
  • 2 hvít­lauksrif
  • ¼ bolli ólífu­olía
  • ½ tsk rauðar chili­f­lög­ur
  • 1 dós hakkaðir tóm­at­ar
  • 1 bolli gin að eig­in vali
  • ½ bolli rjómi
  • ½ bolli par­mesanost­ur
  • ¼ bolli fersk basilika
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Hitið olíu í potti og steikið lauk, hvít­lauk og chili­f­lög­ur á meðal­hita í sirka 5 mín­út­ur. Bætið tómöt­un­um sam­an við og látið malla áfram í nokkr­ar mín­út­ur. Setjið blönd­una í bland­ara og mixið sam­an.
  2. Setjið sós­una á pönnu og bætið gin­inu út í sós­una. Leyfið suðunni að koma upp og látið malla í 20 mín­út­ur þar til áfengið hef­ur gufað upp.
  3. Bætið rjóm­an­um sam­an við ásamt par­mesanost­in­um, basilíku og kryddið með salti og pip­ar.
  4. Sjóðið pastað og setjið út í sós­una.
  5. Stráið par­mes­an og ferskri basilíku yfir og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert