Máltíðin sem reddar timburmönnunum

Það er gaman að skála, en ekki eins gaman þegar …
Það er gaman að skála, en ekki eins gaman þegar við þurfum að díla við "afleiðingarnar" daginn eftir. mbl.is/

Kannastu við þegar timburmennirnir mæta til starfa og vinna hörðum höndum við að láta þig finna fyrir gleðskap gærkvöldsins? Þá er þetta máltíðin sem réttir þig af.

Það er uppskrift sem fer á ógnarhraða manna á milli á TikTok, en hún sameinar tvennt sem þú elskar og mun hjálpa þér að komast yfir erfiðasta hjallann eftir gott næturbrölt. Hér erum við að tala um eggja- og pestótvennu, sem er full af prótínum og hollum næringarefnum.

Trixið er að setja 1 msk af pestó út á pönnu og leyfa því að hitna. Því næst spælirðu egg á pönnunni eins og vaninn er, eða býrð til eggjahræru ef löngunin er í slíkt. Olían í pestóinu kemur í veg fyrir að eggin festist á pönnunni. Ef þú vilt gera réttinn enn kræsilegri skaltu krydda eggin með hunangi og rauðum chiliflögum – rista jafnvel brauð og para saman með avókadó, ricottaosti eða beikoni sem væri afar ljúffengt.

Mbl.is/@amywilichowski/Tiktok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert