Máltíðin sem reddar timburmönnunum

Það er gaman að skála, en ekki eins gaman þegar …
Það er gaman að skála, en ekki eins gaman þegar við þurfum að díla við "afleiðingarnar" daginn eftir. mbl.is/

Kann­astu við þegar timb­ur­menn­irn­ir mæta til starfa og vinna hörðum hönd­um við að láta þig finna fyr­ir gleðskap gær­kvölds­ins? Þá er þetta máltíðin sem rétt­ir þig af.

Það er upp­skrift sem fer á ógn­ar­hraða manna á milli á TikT­ok, en hún sam­ein­ar tvennt sem þú elsk­ar og mun hjálpa þér að kom­ast yfir erfiðasta hjall­ann eft­ir gott næt­ur­brölt. Hér erum við að tala um eggja- og pest­ótvennu, sem er full af pró­tín­um og holl­um nær­ing­ar­efn­um.

Trixið er að setja 1 msk af pestó út á pönnu og leyfa því að hitna. Því næst spæl­irðu egg á pönn­unni eins og van­inn er, eða býrð til eggja­hræru ef löng­un­in er í slíkt. Olí­an í pestó­inu kem­ur í veg fyr­ir að egg­in fest­ist á pönn­unni. Ef þú vilt gera rétt­inn enn kræsi­legri skaltu krydda egg­in með hun­angi og rauðum chili­f­lög­um – rista jafn­vel brauð og para sam­an með avóka­dó, ricotta­osti eða bei­koni sem væri afar ljúf­fengt.

Mbl.is/@​amywilichowski/​Tikt­ok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert