Best geymda leyndarmálið á Grandanum

Veit­inga­húsa­menn­ing­in á Grand­an­um er hreint með ólík­ind­um enda fjöl­breyti­leik­inn mik­ill og gæðin ein­stök. Allt frá hinu óhefðbundna Coo Coo's Nest með sinn heiðarlega og bragðgóða mat, yfir í pítsu­meist­ar­an í Flat­ey, að ógleymdri sjálfri Val­dísi. Granóla-bar­inn verður svo opnaður á næst­unni, Bryggj­an er í miklu stuði, Mat­höll­in er framúrsk­ar­andi, La Prima­vera pass­ar upp á sína og er upp­taln­ing­in hvergi nærri búin.

Einn er þar staður sem þykir í sér­flokki og þá ekki síst fyr­ir meðhöndl­un sína á ís­lensku lamba­kjöti en við erum að tala um veit­ingastaðinn Lamb Street food. Vefj­ur staðar­ins þykja með þeim betri og vill svo skemmti­lega til að ein sú vin­sæl­asta á mat­seðlin­um heit­ir tún­roll­an!

Orðspor veit­ingastaðar­ins hef­ur vaxið jafnt og þétt und­an­far­in þrjú ár og þykja fáir stand­ast þeim snún­ing þegar kem­ur að góðum götumat – hvað helst í vefj­um.

Lyk­ill­inn að góðum mat ligg­ur ekki síst í úr­vals­hrá­efni en all­ar sós­ur eru bún­ar til frá grunni á staðnum og er meg­in­uppistöðuhrá­efnið skyr og ólífu­olía. Allt flat­brauð er bakað á staðnum og fersk­ar kryd­d­jurtir áber­andi.

Lamb Street Food er jafn­framt plast­laus veit­ingastaður sem legg­ur mikið upp úr flokk­un og ábyrgð gagn­vart um­hverf­inu auk þess að ein­beita sér að inn­lendu hrá­efni sem minnk­ar kol­efn­is­fót­sporið.

Hönn­un staðar­ins vakti strax í upp­hafi mikla at­hygli enda áhuga­verð nálg­un á ís­lenska sauðfjár­hefð og ekki annað hægt en að taka und­ir þau orð að staður­inn sé þar sem Bjart­ur í Sum­ar­hús­um hitti heims­borg­ar­ann.

Heimasíða Lamb Street Food

Ein vinsælasta vefja landsins er
Ein vin­sæl­asta vefja lands­ins er "tún­roll­an" hjá Lamb Street Food. mbl.is/​Lamb Street Food
100% vegan! Púllað jack fruit í BBQ chipotle smoked sósu, …
100% veg­an! Púllað jack fruit í BBQ chipotle smoked sósu, rauðkáls-salsa-sal­at og lime mæjó með hot air fried rösti frönsk­um. mbl.is/​Lamb Street Food
Nýbakað flatbrauð með dásamlegu lambi, salötum og sósum.
Nýbakað flat­brauð með dá­sam­legu lambi, salöt­um og sós­um. mbl.is/​Lamb Street Food
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert