Girnilegur bruschettu-bakki frá Hildi Rut

Ofboðslega girnilegur forréttabakki í boði Hildar.
Ofboðslega girnilegur forréttabakki í boði Hildar. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Það er ákveðin stemn­ing í því að borða bruschett­ur, fingramat sem öll­um finnst góður. Hér er hug­mynd að bakka frá Hildi Rut sem er væg­ast sagt girni­leg­ur.

Girni­leg­ur bruschettu-bakki frá Hildi Rut

Vista Prenta

Girni­leg­ur bruschettu-bakki frá Hildi Rut

  • 1-2 bruschettu­brauð (ég keypti súr­deigs)
  • ½ dl ólífu­olía
  • 2 hvít­lauksrif, rif­in eða pressuð
  • 125 g hreinn feta­ost­ur
  • 100 g rjóma­ost­ur (ég nota Phila­delp­hia)
  • 2 msk. hun­ang
  • 1 msk. pist­asíu­hnet­ur (má sleppa eða nota annað)
  • ½ tsk. ses­am­fræ (má sleppa eða nota annað)
  • 200-250 g kokteil­tóm­at­ar
  • 120-180 g fersk­ur mozzar­ella
  • 2 msk. fersk basilíka
  • 1 msk. ólífu­olía
  • salt og pip­ar
  • hrá­skinka og salami eft­ir smekk
  • jarðarber
  • fíkj­ur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hræra sam­an feta­ost, rjóma­ost og hun­ang með töfra­sprota eða í mat­vinnslu­vél þar til bland­an verður mjúk. Setjið blönd­una í litla skál og dreifið smátt söxuðum pist­asíu­hnet­um og ses­am­fræj­um (eða notið aðrar hnet­ur og fræ í staðinn).
  2. Skerið tóm­ata, mozzar­ella og basilíku smátt. Blandið öllu vel sam­an í skál og hrærið sam­an við ólífu­olíu, salti og pip­ar.
  3. Skerið jarðarber og fíkj­ur í bita.
  4. Blandið sam­an ½ dl ólífu­olíu og hvít­lauksrifi í skál.
  5. Skerið bagu­ette í sneiðar. Dreifið sneiðunum á bök­un­ar­papp­ír eða bakka og penslið báðar hliðar með hvít­lauk­sol­í­unni.
  6. Steikið brauðið á grillpönnu eða á grilli þar til það verður stökkt og gott.
  7. Raðið öllu fal­lega á bakka og njótið vel!
Mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
Mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert