Húsráðið sem er að gera allt galið á TikTok

Mbl.is/Tanyahomeinspo

Hér er hús­ráð sem við þurf­um að prófa sem allra fyrst – en þetta trix geng­ur hratt yfir net­heima þessa dag­ana. Í stuttu máli sagt erum við að fara að frysta uppþvotta­lög.

Sniðugur tikt­ok­ari að nafni Tanya Home Inspo deildi á sam­fé­lags­miðlin­um aðferð sem hjálp­ar okk­ur að þrífa brennd­an mat af ofn­grind­um og skúff­um. Í stað þess að nota svamp og önn­ur efni virðist besta leiðin að setja uppþvotta­lög í ís­mola­bakka og frysta. Síðan not­ar þú mol­ana til að nudda og þrífa alla brennda fitu á bak og burt.

Hér ber þó að var­ast að rugl­ast á venju­leg­um ís­mol­um og þess­um hér, og setja út í kald­an drykk. Eins láta aðra fjöl­skyldumeðlimi vita til að krakk­arn­ir fari ekki að stel­ast óvart í mol­ana – það gæti endað illa.

Við eigum víst að frysta uppþvottalög til að nota í …
Við eig­um víst að frysta uppþvotta­lög til að nota í þrif. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert