Algeng mistök í svefnherberginu

Góður nætursvefn er mikils virði.
Góður nætursvefn er mikils virði. Mbl.is/©Ellos

Flest vilj­um við að svefn­her­bergið sé hreint og snyrti­legt – enda er góður næt­ur­svefn það allra mik­il­væg­asta fyr­ir heils­una. Og hér eru nokk­ur atriði sem vert er að hafa í huga til að sofa bet­ur, því flest okk­ar ger­um „mis­tök” þegar að þessu kem­ur.

Hita­stig
Sam­kvæmt rann­sókn­um á svefn­her­bergið að vera aðeins sval­ara en önn­ur rými heim­il­is­ins, eða í kring­um 18-21 gráður.

Ryk
Það er mik­il­vægt að þrífa ryk bak og burt í það minnsta einu sinni í viku. En það er ekki nóg að taka það sem safn­ast sam­an í horn­un­um, því ógrynni af ryki fel­ur sig und­ir rúm­inu. Því skaltu geyma allt í lokuðum köss­um ef þú not­ar plássið und­ir rúm­inu fyr­ir geymslu.

Ilm­ur
Marg­ir tengja ilm­vatn sam­an við hrein­leika, en þetta tvennt teng­ist eng­um bönd­um og sér­stak­lega ekki í svefn­her­berg­inu. Reyndu að forðast öll ilm­efni í svefn­her­berg­inu og þá að það líka við um hreinsi­vör­ur – þú vilt ekki sofa inn­an um sterk­an ang­an frá Ajax brús­an­um.

Kósí­heit
Það er kósí að vera með kerta­ljós og þá sér­stak­lega yfir vetr­ar­mánuðina. En kerti geta gefið frá sér skaðleg­ar agn­ir sem valda óþæg­ind­um og ert­ingu í önd­un­ar­fær­um ásamt höfuðverk. Notaðu frek­ar LED kerta­ljós sem gefa ekki frá sér sót eða lampa sem gef­ur frá sér nota­lega lýs­ingu.

Rúm­gafl­inn
Rétt eins og kodd­arn­ir okk­ar, þá gleyp­ir rúm­gafl­inn all­an svit­ann, óhrein­indi og fitu sem kem­ur frá hári og and­liti. Við meg­um því ekki gleyma að þrífa gafl­inn eins og að skipta um rúm­föt – gafl­inn er ekki bara til skrauts.

Búa um rúmið
Ryk­maur­ar lifa vel í hlýju og röku um­hverfi, þar sem rúmið er kær­kom­inn bú­staður – sér­stak­lega ef hit­inn og rak­inn fær að hald­ast und­ir sæng­um og rúm­tepp­um yfir dag­inn. Forðastu því að búa um rúmið á morgn­anna og loftaðu vel á meðan þú hrist­ir sæng­ur og kodda.

Plönt­ur
Við elsk­um græn­blöðunga og þá líka í svefn­her­berg­inu. Í raun geta plönt­ur hjálpað til við að bæta næt­ur­svefn og lofts­lagið inn­an­dyra – og þá geta líka of marg­ar plönt­ur verið skaðleg­ar í svefn­her­berg­inu. Plönt­ur skilja frá sér mik­inn raka á nótt­unni, rétt eins og við mann­fólkið – og það er aldrei gott að sofa í of röku rými. Veldu því fáar en fal­leg­ar plönt­ur til að skreyta svefn­her­bergið þitt með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert