Er þetta smartasta kaffihús heims?

Kaffihúsið GIR, má finna í Belgrad og er ofboðslega smekklegt.
Kaffihúsið GIR, má finna í Belgrad og er ofboðslega smekklegt. Mbl.is/Relja Ivanić

Það er stórkostlegt að sameina matarmenningu og arkitektúr á einum og sama staðnum – þegar kviknar á öllum skynfærunum við upplifunina. GIR Café er einmitt þessi staður sem tikkar í öll boxin hvað þetta varðar.

GIR Café er að finna í Belgrad, en staðurinn er hannaður af AUTORI, arkitektastofu sem staðsett er í borginni og hefur verið starfrækt frá árinu 2008. Arkitektar stofunnar hafa áralanga reynslu í arkitektúr, innanhúss- sem og húsgagnahönnun, og hanna fyrir einstaklinga og stofnanir víðsvegar um heiminn.

GIR Café er 60 fermetra rými sem var opnað á síðasta ári og því ekki stórt um sig en nægilega stórt til að bjóða upp á skemmtilega tónlist frá DJ hússins og sefa hungrið því hér fást samlokur, granóla, salöt og fleira, ásamt kaffidrykkjum og kokteilum svo eitthvað sé nefnt. Kaffihúsið má skoða nánar HÉR.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Himinháar speglahurðir setja sinn svip á rýmið.
Himinháar speglahurðir setja sinn svip á rýmið. Mbl.is/Relja Ivanić
Mbl.is/Relja Ivanić
Flest öll húsgögnin á staðnum eru frá MENU.
Flest öll húsgögnin á staðnum eru frá MENU. Mbl.is/Relja Ivanić
Mbl.is/Relja Ivanić
Mbl.is/Relja Ivanić
Mbl.is/Relja Ivanić
Baðherbergið er einnig yfirburða smart.
Baðherbergið er einnig yfirburða smart. Mbl.is/Relja Ivanić
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert