Má sleppa morgunmatnum?

Smoothie er fullkominn morgunverður.
Smoothie er fullkominn morgunverður. mbl.is/

Ert þú þeirr­ar skoðunar að morg­un­mat­ur sé mik­il­væg­asta máltíð dags­ins? Það eru ekki all­ir sam­mála hvað þetta varðar – en það virðist vera í góðu lagi að hoppa yfir fyrstu máltíð dags­ins.

Við höf­um fylgt þeirri ágætu reglu að borða morg­un­mat, en vís­indamaður­inn Bente Klar­lund trú­ir ekki að morg­un­mat­ur sé mik­il­væg­ur fyr­ir heils­una. Hún seg­ir að ef þú elsk­ir morg­un­mat skul­irðu fá þér að borða. En ef þú finn­ur ekki fyr­ir hungri skaltu sleppa því að borða  því það er hvorki hollt né óhollt að sleppa morg­un­mat. Bente trú­ir því að maður eigi ekki að borða ef maður er ekki svang­ur, því slíkt geti leitt til að borða meira en ella af öðrum mat. Mundu bara að gera það sem hent­ar þér; borða morg­un­mat, fara í hlaupa­t­úr eða sofa leng­ur – lík­am­inn ræður.

Ef mag­inn kall­ar á morg­un­mat eru hér nokkr­ar til­lög­ur að góðri máltið til að starta deg­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert