Bleikja með fetaosti, hunangi og pistasíuhnetum

Girnilegur fiskréttur sem engan svíkur!
Girnilegur fiskréttur sem engan svíkur! Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er á ferðinni æðislegur fiskréttur sem tekur enga stund að reiða fram og smakkast upp á tíu. Bleikja með stöppuðum fetaosti, hunangi og pistasíuhnetum – borin fram með grænmeti, kartöflum og kaldri sósu. Þessi réttur er ekki bara hollur, heldur líka ómótstæðilega góður og kemur úr smiðju Hildar Rutar.

Dýrindis fiskréttur á núll-einni (fyrir 2-3)

  • 500 g bleikja
  • ólífuolía
  • salt & pipar
  • 100 g hreinn fetaostur
  • 1-2 msk hunang
  • 70 g pistasíur

Aðferð:

  1. Skerið pistasíur smátt og stappið fetaostinn.
  2. Leggið bleikjuna á bökunarplötu þakta bökunarpappír.
  3. Dreifið ólífuolíu yfir og saltið og piprið eftir smekk.
  4. Dreifið fetaosti yfir bleikjuna ásamt hunangi og pistasíum.
  5. Bakið í 15 mínútur við 200°C eða þar til bleikjan er fullelduð. Njótið með góðu meðlæti.
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka