Skinkan sviðnaði undan töflunni

Uppþvottavélatöflur eru baneitraðar.
Uppþvottavélatöflur eru baneitraðar. mbl.is/

Hér er mikilvæg áminning til allra foreldra með ung börn á heimilinu – að geyma uppþvottavélartöflur á öruggum stað þar sem börn ná ekki til, því töflurnar eru baneitraðar.

Kona nokkur að nafni Nikki starfar sem sjúkraliði og er tveggja barna móðir. Hún ákvað að gera smá tilraun með uppþvottavélartöflu með því að leggja töfluna á skinkusneið. Hún lét töfluna sitja á skinkunni í nokkrar klukkustundir og þegar hún kom til baka hafði taflan leyst upp og sviðið skinkuna í gegn.

Töflurnar geta verið mjög hættulegar börnum þar sem þær eru basískar og brennt sig í gegnum húðina þegar þær byrja að leysast upp. Bara það að leika sér með uppþvottavélartöflu getur skaðað húðina, og þá er rétt hægt að ímynda sér hvernig fer ef barnið kyngir henni. Taflan getur brennt vélindað og öndunarveg svo erfitt er að ná andanum.

Ef barn setur töflu í munninn er mikilvægt að fjarlægja töfluna eins fljótt og mögulegt er og skola burt. Hringja í neyðarlínuna og reyna fá barnið til að drekka smá mjólkursopa eða vatn til að þynna út það sem komið er í hálsinn (ef eitthvað er). Takið ávallt umbúðirnar af töflunni með til læknis til að hann sjái auðveldlega hvaða efni taflan inniheldur.

Hér má sjá skinkusneiðina með töflunni.
Hér má sjá skinkusneiðina með töflunni. Mbl.is/cleancult.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert