Kampavínsglasið er kvenmannsbrjóst

Við horfum allt öðrum augum á kampavínsglas eftir þetta.
Við horfum allt öðrum augum á kampavínsglas eftir þetta. Mbl.is/Navarland.com

Það er ótrú­lega skemmti­leg saga að segja frá því hvernig kampa­víns­glas varð til – en þar kem­ur hinn und­urfagri kven­manns­lík­ami til sög­unn­ar.

Kampa­víns­glös finn­ast oft­ast í tveim­ur gerðum sem kall­ast „flu­te og coupe“, og þá er vitnað til lög­unn­ar þeirra. Stilk­ur­inn er lang­ur sem ger­ir okk­ur kleift að halda á glas­inu án þess að hafa áhrif á hita­stig drykkj­ar­ins með hönd­un­um. En kampa­vín er þó einnig drukkið úr venju­leg­um vínglös­um, sem ger­ir okk­ur kleift að meta bragðið bet­ur, en þá minnka loft­ból­urn­ar í drykkn­um.

Þeir sem hafa pantað sér kampa­víns­drykk á flott­um bar, fá iðulega drykk­inn sinn fram­reidd­an í svo­kölluðum „coupe“ glös­um, en á bak við formið á glas­inu er áhuga­verð saga. Glasið er eins og grunn, breiðlaga und­ir­skál úr gleri – og sag­an seg­ir að lög­un glass­ins sé gerð eft­ir fyr­ir­mynd af vinstra brjósti frönsku drottn­ing­ar­inn­ar Marie Antoinette, eig­in­konu Lou­is XVI Frakkla­kon­ungs. Glerið sjálft var þó hannað á Englandi rúmri öld áður, þá sér­stak­lega fyr­ir freyðivín og kampa­vín í kring­um 1660. Coupe formið var í sér­legri tísku í Frakklandi frá til­komu þess á 17. öld og fram til 1970, en fékk aukn­ar vin­sæld­ir í Banda­ríkj­un­um fyrst á þriðja ára­tugn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka