Romm drykkur með hreina samvisku

Discarded framleiðir áfengi úr úrgangs matvælum.
Discarded framleiðir áfengi úr úrgangs matvælum. Mbl.is/©Discarded

Skoski vín­fram­leiðand­inn Discar­ded býður okk­ur upp á drykk sem unn­inn er úr úr­gangs­hrá­efn­um – drykk­ur með hreina sam­visku í orðsins fyllstu merk­ingu.

Hýði af förguðum kaffi­baun­um, ban­ana­hýði og vín­berja­skinn eru hrá­efni sem þú teng­ir iðulega ekki við áfengi, en þetta ný­stár­lega brenni­vín mun breyta því. Hér er end­ur­vinnsl­an hugsuð í fram­leiðsluna að inn­an sem og að utan. Var­an þykir sér­stök í bragði og gæðum að flösk­urn­ar eru að finna á út­völd­um bör­um og veit­inga­hús­um í London og víðar í Evr­ópu.

Upp­skrift að góðum romm­drykk:
Rommið frá Discar­ded inni­held­ur ban­ana­hýði sem gefa fersk­an kara­mellu­tón með ríku ávaxta­bragði. Discar­ded mæl­ir með á heimasíðu sinni að bera rommið fram með ís­mol­um, hrisst með Daiquiri eða blandað sam­an við Gin­ger Ale. Við mæl­um með að horfa á þetta flotta mynd­band þegar drykk­ur­inn er blandaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert