Skoski vínframleiðandinn Discarded býður okkur upp á drykk sem unninn er úr úrgangshráefnum – drykkur með hreina samvisku í orðsins fyllstu merkingu.
Hýði af förguðum kaffibaunum, bananahýði og vínberjaskinn eru hráefni sem þú tengir iðulega ekki við áfengi, en þetta nýstárlega brennivín mun breyta því. Hér er endurvinnslan hugsuð í framleiðsluna að innan sem og að utan. Varan þykir sérstök í bragði og gæðum að flöskurnar eru að finna á útvöldum börum og veitingahúsum í London og víðar í Evrópu.
Uppskrift að góðum rommdrykk:
Rommið frá Discarded inniheldur bananahýði sem gefa ferskan karamellutón með ríku ávaxtabragði. Discarded mælir með á heimasíðu sinni að bera rommið fram með ísmolum, hrisst með Daiquiri eða blandað saman við Ginger Ale. Við mælum með að horfa á þetta flotta myndband þegar drykkurinn er blandaður.