Gísli Matthías sendir frá sér sína fyrstu bók

Gísli Matthías ásamt foreldrum sínum og systur sem hann rekur …
Gísli Matthías ásamt foreldrum sínum og systur sem hann rekur Slippinn með.

Mat­reiðslumaður­inn Gísli Matth­ías Auðuns­son send­ir frá sér sína fyrstu mat­reiðslu­bók í haust en þá kem­ur bók­in SLIPP­UR­INN: recipes and stories út en það er er eng­inn ann­ar en hinn heimsþekkti út­gef­andi Phaidon sem gef­ur út.

Þetta er fyrsta bók Gísla Matth­ías­ar sem starfar sem yf­ir­mat­reiðslu­meist­ari á Slippn­um í Vest­manna­eyj­um en hann rek­ur staðinn ásamt Katrínu Gísla­dótt­ur, Auðunni Arn­ari Stefn­is­syni og Indíönu Auðuns­dótt­ur.

Bókin seg­ir frá sögu og hug­mynda­fræði Slipps­ins sem hef­ur verið starf­rækt­ur í tíu ár og inni­halda yfir 100 upp­skrift­ir þar sem not­ast er við bæði staðbundið og árstíðarbundið hrá­efni.

Nicholas Gill skrif­ar bók­ina með Gísla og farið er vel yfir mat­arkistu Vest­manna­eyja auk sagna frá veit­ingastaðnum. Bók­in er vel myndskreytt með glæsi­leg­um ljós­mynd­um frá Karl Peters­son sem sá um mat­ar­ljós­mynd­un og Gunn­ari Frey Gunn­ar­syni sem sá um lands­lags­mynd­ir. Einnig eru hand­teiknaðar mynd­ir frá Renata Feizaka lista­konu og gaml­ar ljós­mynd­ir frá Sig­ur­geiri Jónas­syni frá Vest­manna­eyj­um.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert