Áslaug Arna velur matseðil vikunnar

Dómsmálaráðherra velur vikuseðilinn að þessu sinni.
Dómsmálaráðherra velur vikuseðilinn að þessu sinni. Mbl.is/Mynd aðsend

Það er eng­in önn­ur en Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra sem vel­ur fyr­ir okk­ur mat­seðil vik­unn­ar sem hef­ur sjald­an litið jafn girni­lega út.

Það er mikið um að vera þessa dag­ana hjá Áslaugu Örnu, auk vinn­unn­ar í ráðuneyt­inu og þing­inu er hún í próf­kjörs­bar­áttu þar sem hún sæk­ist eft­ir 1. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík. „Það er afar skemmti­legt að tala við fólk og hvetja til þátt­töku, heyra hvað maður get­ur gert bet­ur og hvað fólk er ánægt með. Próf­kjör eru nefni­lega ein­stak­ur vett­vang­ur í stjórn­mál­un­um til að kjósa fólk og hafa enn meiri áhrif. Ég vona að það verði góð þátt­taka og fólk sjái tæki­færi í að hafa áhrif á hverj­ir velj­ast til for­ystu í Sjálf­stæðis­flokkn­um,“ seg­ir Áslaug í sam­tali.

Áslaug seg­ist hafa verið alin upp við fjöl­breytt­an mat og að borða all­an mat, en mat­seðill vik­unn­ar að þessu sinni er ein­mitt fjöl­breytt­ur og góm­sæt­ur. „Þá, eins og alltaf þegar mikið er um að vera, er mik­il­vægt að næra sig vel. Ég borða alltaf fisk á mánu­dög­um og gam­an að gera pítsur með fjöl­skyldu eða vin­um á föstu­dög­um,“ seg­ir Áslaug og við tök­um heils­hug­ar und­ir.

Þeir sem vilja kynna sér for­ystu­mál Áslaug­ar Örnu nán­ar geta lesið sér til á heimasíðunni henn­ar HÉR.

Mánu­dag­ur:

Þriðju­dag­ur:

Miðviku­dag­ur:

Fimmtu­dag­ur:

Föstu­dag­ur:

Laug­ar­dag­ur:

Sunnu­dag­ur:

Áslaug Arna sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Áslaug Arna sæk­ist eft­ir 1. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins. Mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert