Veitingastaðurinn sem fólk ferðast um langan veg til að heimsækja

Veitingastaðurinn Antons Mamma Mia er m.a. þekktur fyrir einstaklega ljúffengar …
Veitingastaðurinn Antons Mamma Mia er m.a. þekktur fyrir einstaklega ljúffengar pítsur. Mbl.is/FB_Antons Mamma Mia

Í gömlu fal­legu húsi í Reykja­nes­bæ er vin­sæl­an veit­ingastað að finna – Ant­ons Mamma Mia en mat­ar­vef­ur­inn hef­ur áreiðan­leg­ar heim­ild­ir fyr­ir því að fólk sé að leggja leið sína úr Reykja­vík til að heim­sækja staðinn, svo ljúf­feng­ur þykir mat­ur­inn.

Ant­ons Mamma Mia er nýtt veit­inga­hús, byggt á gömlu nafni – en nafn­gift­in er til­kom­in til minn­ing­ar um og heiðurs Ant­on Nar­vaéz. Nú­ver­andi eig­end­ur staðar­ins tóku við kefl­inu er Ant­on féll frá í upp­hafi verk­efn­is­ins, og komu staðnum í stand. Ant­on var kunn­ug­ur veit­inga­brans­an­um, hann opnaði sinn fyrsta veit­ingastað, El Sombrero á Lauga­vegi 73, árið 1984. Árið 1988 opnaði hann veit­ingastaðinn Arg­entínu steik­hús í Reykja­vík og þann stað smíðaði hann frá grunni sem og alla hina staðina. Ant­on opnaði alls tíu veit­ingastaði og var með sinn ell­efta og síðasta í smíðum, í þessu fal­lega gamla húsi sem ber nafnið Garðars­hólmi (byggt 1915), sem varð að Ant­ons Mamma Mia eft­ir að Ant­on lést.

Mat­seðill­inn á staðnum er fjöl­breytt­ur – steik­ur, ham­borg­ar­ar, pasta og pítsur, ásamt girni­leg­um smá­rétt­um. Fólk hef­ur rómað staðinn í há­stert frá opn­un í miðjum heims­far­aldri. Kjúk­lingapastað og bei­kon­pastað er eitt af því vin­sæl­asta sem gest­ir gæða sér á, ásamt ri­bey-steik­inni og pítsurn­ar þykja með þeim betri.

Það er óhætt að kalla Ant­ons Mamma Mia steik­hús og píts­astað, en fyrst og fremt veit­inga­hús með breitt úr­val af góm­sæt­um rétt­um og köld­um á krana.

Þú finn­ur Ant­ons Mamma Mia í hjarta gamla miðbæj­ar­ins að Hafn­ar­götu 18 í Reykja­nes­bæ.

Sjúllað girnilegur hamborgari!
Sjúllað girni­leg­ur ham­borg­ari! Mbl.is/​FB_­Ant­ons Mamma Mia
Mbl.is/​FB_­Ant­ons Mamma Mia
Mbl.is/​FB_­Ant­ons Mamma Mia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert