Kona þrífur 30 ára gamla steypujárnspönnu

Gömul panna fær nýtt líf með hjálp ofnahreinsis.
Gömul panna fær nýtt líf með hjálp ofnahreinsis. Mbl.is/Facebook

Það er gaman að elda á steypujárnspönnu, en minna skemmtilegt er að þrífa þær. Þessi þrjátíu ára gamla panna var þrifin og svínvirkar enn í dag.

Það er satt sem þeir segja, að kaupa góða potta og pönnur sem endast ævina út. Kona nokkur frá Ástralíu deildi myndum af pönnunni sinni sem þarfnaðist smá athygli og óskaði eftir ábendingum um hvernig best væri að þrífa pönnuna. Vörumerkið sjálft mælir með að nota sérstakan hreinsi eða notast við vatn í bland við matarsóda.

Hún prófaði sig fram með ýmsum leiðum en skilvirkasta leiðin var ódýr ofnahreinsir. Það má nota hann á litaða partinn á pönnunni en ekki á pönnuna sjálfa, því það getur skemmt yfirborðið. Konan úðaði ofnahreinsinum á pönnuna og pakkaði inn í plastpoka og lét standa í fimm tíma. Það eru nokkrir svartir blettir sem sitja eftir, en pannan lítur ótrúlega vel út miðað við litla vinnu.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Pannan var aðeins farin að láta á sjá.
Pannan var aðeins farin að láta á sjá. Mbl.is/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert