Húsráðið sem allir þurfa að kunna

Ljósmynd/Colourbox

Að skilja eggj­ar­auðuna frá hvít­unni er ekki alltaf auðvelt verk, því rauðan spring­ur eða helm­ing­ur­inn af hvít­unni loðir enn þá við hana. En þá er þetta hús­ráðið sem all­ir vilja kunna.

Til að skilja eggj­ar­auðu frá hvít­unni á eins full­kom­inn máta og hugs­ast get­ur þarftu að opna eld­hús­skúff­una og ná þér í ákveðna græju, ausu eða stóra skeið með riffl­um eða göt­um. Því næst brýt­ur þú eggið yfir áhald­inu, og mundu bara að hafa skál und­ir til að grípa hvít­una sem lek­ur í gegn­um skeiðina. Þannig munt þú alltaf ná að skilja rauðuna frá eggja­hvít­unni eins og við sjá­um í meðfylgj­andi mynd­bandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert