Við förum ekkert leynt með aðdáun okkar á súkkulaði – og hér eru æðislegar múffur með þrenns konar súkkulaði; suðusúkkulaði, mjólkursúkkulaði og hvítu súkkulaði. Uppskriftin er úr smiðju Hildar Rutar sem segir múffurnar fullkomnar með sunnudagskaffinu.
Muffins með þrenns konar súkkulaði (12 múffur)
- 6 dl hveiti
- 1 tsk. lyftiduft
- 1 tsk. matarsódi
- 1/2 tsk. salt
- 100 g suðusúkkulaði
- 100 g mjólkursúkkulaði
- 100 g hvítt súkkulaði
- 110 g smjör
- 2 egg
- 2,5 dl sykur
- 2 tsk. vanilludropar
- 1 dl mjólk
Aðferð:
- Skerið allt súkkulaðið í litla bita.
- Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda, salti og súkkulaði með skeið.
- Bræðið smjör og blandið saman við egg, sykur, vanilludropa og mjólk. Ég notaði hrærivélina.
- Hellið hveitiblöndunni út í og hrærið varlega saman.
- Dreifið deiginu í 12 múffuform og bakið í 15-20 mín. við 190°C.
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir