Afhjúpar stærstu mistökin í þrifum

Við reynum að vera með öll réttu spilin á hendi …
Við reynum að vera með öll réttu spilin á hendi þegar kemur að þrifum, eða hvað? mbl.is/

Þá hafa algengustu mistökin verið afhjúpuð þegar kemur að þrifum heima fyrir og alveg öruggt að einhver er að tengja við að minnsta kosti eitt þessara atriða.

TikTok-stjarnan Liesl Elizabeth birti myndskeið af þeim atriðum sem henni finnst að fólk megi bæta sig í – þar á meðal er umræðuefnið hvernig klósettrúllan eigi að snúa, sem er stuðandi málefni fyrir marga. Margur vill meina að með því að snúa blöðunum sem við togum í að veggnum spari það pappír því erfiðara sé fyrir okkur að toga í rúlluna.

Eins kvartar hún yfir því að fólk skilji tuskur eftir í bleyti í vaskinum yfir nótt, geymi vatnsbrúsa og pelaflöskur á eldhúsbekknum eftir að taka úr uppþvottavélinni, og síðast en ekki síst talar hún um að alls ekki setja hreinan þvott aftur í þvottakörfuna til að brjóta saman dögum seinna. Brjóttu þvottinn saman beint af snúrunni. Þar hafið þið það – sama hvort við förum eftir þessum ráðum eða ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka