Hvernig væri að prófa þetta í svefnherberginu?

Hér er svefnherberginu skipt upp með hangandi gardínu og kemur …
Hér er svefnherberginu skipt upp með hangandi gardínu og kemur mjög vel út. Mbl.is/Pinterest_ blog.uncovet.com

Stund­um höf­um við ekk­ert val um hvernig svefn­her­bergið raðast upp, en ef þú býrð svo vel að vera með rúm­gott her­bergi – þá er þetta kannski eitt­hvað sem þú ætt­ir að skoða. Rúmið þarf ekki alltaf að vera stillt upp við vegg­inn.

Töfraðu þig áfram með gard­ín­um

Með því að draga rúmið fram um sirka einn metra áttu mögu­leika á að hengja upp gard­ín­ur sem ná frá lofti til gólfs og nota rýmið fyr­ir eitt­hvað annað skemmti­legt. Til dæm­is hill­ur, vinnu­rými, legu­bekk eða „walk-in“-fatarými. Og til að leysa all­an vanda varðandi leslampa við rúmið, þá þurfa þeir alls ekki að vera fast­ir við vegg því það er mjög smart að velja hang­andi ljós fyr­ir ofan nátt­borðin.

Rýmið má nýta á svo marga vegu.
Rýmið má nýta á svo marga vegu. Mbl.is/​Pin­t­erest_ mai­sonapart.com
Mbl.is/​Pin­t­erest_ m.laredou­te.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert