Heimsins besta kartöflusalat

Klassískt kartöflusalat sem hentar vel með grillsteikunum.
Klassískt kartöflusalat sem hentar vel með grillsteikunum. mbl.is/Colourbox

Klass­ískt kart­öflu­sal­at fell­ur seint úr gildi og hér er ein­mitt upp­skrift að einu slíku sem hent­ar með flest­öll­um mat – sér­stak­lega með grill­matn­um yfir sum­ar­tím­ann þegar marg­ir koma sam­an. Gott er að vita að þumalputta­regl­an er sú að 1 kíló af kart­öfl­um er miðað við sex til átta manns.

Heimsins besta kartöflusalat

Vista Prenta

Heims­ins besta kart­öflu­sal­at

  • 750 g soðnar kald­ar kart­öfl­ur
  • 3 dl sýrður rjómi 18%
  • 1 dl gott mæj­ónes
  • 3-4 tsk dijons­inn­ep
  • salt og pip­ar
  • 1 búnt stein­selja

Aðferð:

  1. Skerið kart­öfl­urn­ar í skíf­ur.
  2. Hrærið sýrðum rjóma, mæj­ónesi, sinn­epi og saxaðri stein­selju sam­an í skál og smakkið til með salti og pip­ar.
  3. Veltið kart­öflu­skíf­un­um upp úr dress­ing­unni og stráið stein­selju yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka