Nýr og glæsilegur stóll frá VIPP

Nýr og glæsilegur stóll var að líta dagsins ljós frá …
Nýr og glæsilegur stóll var að líta dagsins ljós frá Vipp og er hluti af nýrri vörulínu sem kallast „Cabin“. mbl.is/Vipp

Stóll var að bæt­ast á óskalist­ann okk­ar, en list­inn virðist bara lengj­ast frek­ar en annað. Þessi gull­fal­lega stóla­nýj­ung er frá danska hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Vipp, sem fram­leiðir meðal ann­ars guðdóm­leg eld­hús.

Stóll­inn er hluti af Ca­bin-vöru­línu fyr­ir­tæk­is­ins sem kom fyrst á markað  á síðasta ári. En þess má geta að vöru­lín­an er sú fyrsta sem fram­leidd er úr tré hjá fyr­ir­tæk­inu – þá er hand­verkið og gæðin enn á sín­um stað. Viður­inn er olíu­bor­inn sem ver stól­inn fyr­ir hvers­dags­legu sliti og bólstraða sess­an er úr mjúku leðri sem eld­ist vel með tím­an­um. Lítið bog­in bak­stoð veit­ir stuðning og eins er stuðning­ur til að leggja fæt­urna á og tryggja stöðug­leika. Þessi nýi stóll er hinn full­komn­asti við eld­hús­eyj­una, en nafnið „Ca­bin“ er inn­blásið af arki­tekta­verk­efni sem Vipp mun af­hjúpa síðar á þessu ári – og við fylgj­umst spennt með.

mbl.is/​Vipp
mbl.is/​Vipp
mbl.is/​Vipp
mbl.is/​Vipp
mbl.is/​Vipp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert