Nýtt jólakonfekt auglýst í júní

Nýjar regnbogastangir eru væntanlegar frá Skittles sem innihalda öll bragðefnin …
Nýjar regnbogastangir eru væntanlegar frá Skittles sem innihalda öll bragðefnin í einum bita. Mbl.is/SPANGLER CANDY COMPANY

Ekki láta ykk­ur bregða þó að hér sé að birt­ast frétt sem eigi heima á vefn­um eft­ir ör­fáa mánuði – eða þegar líða fer að jól­um, en Skitt­les var að senda frá sér yf­ir­lýs­ingu um að nýtt jóla­kon­fekt væri að koma á markað.

Aðdá­end­ur regn­boga­sæl­gæt­is­ins geta farið að hlakka til að dýfa bragðlauk­un­um í brjóstsyk­urs-stafi sem eru vin­sæl­ir í kring­um jóla­hátíðina hjá krökk­um (og full­orðnum). Stang­irn­ar eru að sjálf­sögðu bragðbætt­ar sömu upp­runa­legu bragðefn­un­um sem þú færð í litlu perl­un­um – nema að hér færðu all­ar bragðteg­und­irn­ar í ein­um bita. Jarðarberja-, app­el­sínu-, sítr­ónu-, epla- og vín­berja­bragð, eða fimm bragðefni í hverri og einni stöng. Þar er sann­ar­lega kom­in ástæða til að hlakka til jól­anna!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert