Snakkið sem er algjör snilld

Hnetusnakk sem gott er að eiga í skápunum heima.
Hnetusnakk sem gott er að eiga í skápunum heima. Mbl.is/Getty Images

Saltristaðar og sæt­ar hnet­ur er ómiss­andi að eiga við hönd­ina þegar okk­ur lang­ar í eitt­hvað til að maula, og þá án þess að taka dýfu ofan í snakk­pok­ann. Hér er upp­skrift sem inni­held­ur hnet­ur og möndl­ur og við mæl­um heils­hug­ar með.

Snakkið sem er algjör snilld

Vista Prenta

Snakkið sem gott er að eiga (fyr­ir 6-8)

  • 2 dl vatn
  • 75 g salt
  • 200 g heil­ar möndl­ur, kasjúhnet­ur, pek­an­hnet­ur og hesli­hnet­ur
  • 2 msk. síróp
  • chili á hnífsoddi

Aðferð:

  1. Sjóðið vatn með salti þar til saltið hef­ur leyst upp. Bætið þá möndl­um og hnet­um út í pott­inn.
  2. Látið sjóða í 10 mín­út­ur og sigtið þá vatnið frá. Leggið á bök­un­ar­plötu.
  3. Bakið í ofni við 125°C þar til al­veg þurr­ar og hafa fengið þunna grá­leita salt­himnu á sig.
  4. Hitið sírópið á pönnu og bætið chili á pönn­una – veltið hnet­um og möndl­um sam­an við blönd­una.
  5. Dreifið úr á bök­un­ar­papp­ír og látið kólna. Geym­ist í loft­tæmdu íláti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert