Blómapúður þykir það allra flottasta

Það er óvenjuvinsælt og fallegt að skreyta með blómum.
Það er óvenjuvinsælt og fallegt að skreyta með blómum. Mbl.is/ bhg.com

Blóm eru fal­leg, og til að lengja líf­tíma þeirra er fólk að gera svo­kallað „blóma­púður“ – en slík aðferð ger­ir feg­urð blómanna ódauðlega.

Les­end­ur mat­ar­vefjar­ins sem elska lit­rík blóm geta tekið þátt í því vin­sæla trendi sem rúll­ar um sam­fé­lags­miðlana þessa dag­ana – en aðferðin þykir alltaf vin­sæl á þess­um árs­tíma, það er að segja að gera blómaþrykk­ingu. Það er hin besta skemmt­un að tína blóm í næsta göngu­túr og búa til blóma­púður á kart­on til að klippa niður og nota sem kort, jafn­vel boðskort í brúðkaup eða hengja upp á vegg í eld­hús­inu.

En hvað þarf til? Jú, það eina sem þú þarft í verkið er að finna fram fal­leg blóm, ham­ar og kart­on eða vatns­litapapp­ír.

  • Snúðu blóm­un­um á hvolf ofan á papp­ír­inn sem þú ætl­ar að þrykkja á.
  • Legðu eld­húspapp­ír eða smjörpapp­ír ofan á.
  • Hamraðu var­lega á blóm­in án þess að berja á miðjuna, til að koma í veg fyr­ir að frjó­korn eða raki fest­ist við blaðið.
  • Best er að nota blóm í sterk­um lit­um, eins og gul, fjólu­blá og blá blóm. Þú get­ur líka notað græn­ar plönt­ur og leikið þér með lista­verkið.
Hamar, blóm og blað er allt sem til þarf.
Ham­ar, blóm og blað er allt sem til þarf. Mbl.is/​hitched.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert