Meistaralegur eggja-morgunverður

Svo lekker og girnilegur morgunréttur frá Hildi Rut.
Svo lekker og girnilegur morgunréttur frá Hildi Rut. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Við elsk­um góðan morg­un­verð, og ekki verra ef slík­ur rétt­ur inni­held­ur allt það besta úr ís­skápn­um – og út­kom­an end­ar í eggjamúff­um sem þess­um. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Hild­ar Rut­ar sem mæl­ir ein­dregið með að prófa sig áfram með að setja líka skinku, bei­kon eða það sem hug­ur­inn girn­ist í múff­urn­ar.

Meistaralegur eggja-morgunverður

Vista Prenta

Meist­ara­leg­ur eggja-morg­un­verður (12 eggjamuff­ins)

  • 10 egg
  • 1 dl rif­inn par­mes­an-ost­ur
  • 1,5 dl rif­inn chedd­ar-ost­ur
  • 1/​2 pakkn­ing Phila­delp­hia-rjóma­ost­ur
  • Chili-flög­ur eft­ir smekk
  • Salt & pip­ar

Meðlæti

  • Kokteil­tóm­at­ar
  • Avóka­dó
  • Hvít­laukssósa
  • Sriracha-sósa
  • Kórí­and­er

Aðferð:

  1. Pískið egg­in í skál. Blandið par­mes­an-osti, chedd­ar-osti og rjóma­osti sam­an við. Kryddið eft­ir smekk.
  2. Dreifið ólífu­olíu eða úðið muff­ins­form fyr­ir 12 kök­ur með PAM. Einnig er hægt að klippa bök­un­ar­papp­ír í stærð 12×12 og dreifa í formin.
  3. Dreifið eggja­blönd­unni jafnt í formin og stráið smá chedd­ar-osti yfir.
  4. Bakið í 12-15 mín­út­ur við 180°C eða þar til egg­in eru full­bökuð.
  5. Berið fram með kokteil­tómöt­um, avóka­dósneiðum, hvít­laukssósu, sriracha-sósu og smá kórí­and­er. Njótið.
Mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka