Leyndarmálið á bak við gott ískaffi

Listin að búa til hið fullkomna ískaffi.
Listin að búa til hið fullkomna ískaffi. Mbl.is/Getty

Kalt kaffi, ísmolar, mjólk og jafnvel skvetta af sírópi – uppskrift að vinsælum drykk á helstu kaffihúsum og börum landsins. Hér er trixið hvernig þú getur útbúið drykkinn heima hjá þér, sem bragðast upp á tíu. Sumir halda því fram að ískaffi sé hinn fullkomni sumardrykkur, og með einföldum tilfæringum getur þú snúið drykknum upp á næsta stig.

Þegar ískaffi er bruggað er mikilvægt að velja tiltölulega sterka tegund af kaffi. Filterkaffi hentar t.d. ekki vel í ískaffi, þar sem bruggaðferðin er slík að kaffið verður of vatnskennt – og með viðbættum ísmolum ofan á endar ískaffið á því að missa ilm og styrk. Notaðu því alltaf kaffi sem þolir að vera örlítið þynnt með ísmolum.

Plöntumjólk gefur einnig kaffinu alveg nýtt bragð. Það sama á við um haframjólk sem hentar ískaffi einstaklega vel – það er ólíkt öðrum mjólkurafbrigðum og hefur náttúrulega sætu, sem þýðir að þú þarft ekki eins mikið síróp í ískaffið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka