Leyndarmálið á bak við gott ískaffi

Listin að búa til hið fullkomna ískaffi.
Listin að búa til hið fullkomna ískaffi. Mbl.is/Getty

Kalt kaffi, ís­mol­ar, mjólk og jafn­vel skvetta af sírópi – upp­skrift að vin­sæl­um drykk á helstu kaffi­hús­um og bör­um lands­ins. Hér er trixið hvernig þú get­ur út­búið drykk­inn heima hjá þér, sem bragðast upp á tíu. Sum­ir halda því fram að ískaffi sé hinn full­komni sum­ar­drykk­ur, og með ein­föld­um til­fær­ing­um get­ur þú snúið drykkn­um upp á næsta stig.

Þegar ískaffi er bruggað er mik­il­vægt að velja til­tölu­lega sterka teg­und af kaffi. Filterkaffi hent­ar t.d. ekki vel í ískaffi, þar sem bruggaðferðin er slík að kaffið verður of vatns­kennt – og með viðbætt­um ís­mol­um ofan á end­ar ískaffið á því að missa ilm og styrk. Notaðu því alltaf kaffi sem þolir að vera ör­lítið þynnt með ís­mol­um.

Plönt­umjólk gef­ur einnig kaff­inu al­veg nýtt bragð. Það sama á við um haframjólk sem hent­ar ískaffi ein­stak­lega vel – það er ólíkt öðrum mjólkuraf­brigðum og hef­ur nátt­úru­lega sætu, sem þýðir að þú þarft ekki eins mikið síróp í ískaffið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert