FÓLK fagnar sumrinu með pop-up og partíi

FÓLK Reykjavík hefur opnað nýja Pop-Up verslun á Hafnartorgi - …
FÓLK Reykjavík hefur opnað nýja Pop-Up verslun á Hafnartorgi - og fagnar sumrinu með partí nk. fimmtudag. Mbl.is/FÓLK Reykjavík

Eitt vin­sæl­asta ís­lenska vörumerki lands­ins er kem­ur að fal­legri hönn­un fyr­ir eld­húsið og heim­ilið er án efa FÓLK Reykja­vík. Þau hafa opnað nýja pop-up-versl­un og fagna miðsumri með par­tíi næst­kom­andi fimmtu­dag, 1. júlí.

FÓLK Reykja­vík opnaði pop-up-versl­un og nýtt sýn­ing­ar­rými á Hafn­ar­torgi 19. maí síðastliðinn. Opn­un­in hélst í hend­ur við frum­sýn­ingu á átta nýj­um vöru­lín­um sem unn­ar eru í sam­starfi við ís­lenska hönnuði og eru vænt­an­leg­ar í versl­an­ir með haust­inu. En vörumerkið stend­ur ein­mitt á bak við hill­urn­ar Ur­ban Nomad, sem land­inn hef­ur verið að raða á vegg­ina í eld­hús­un­um heima og víðar  enda veisla fyr­ir augað, þar sem form­feg­urðin leyn­ir sér ekki í hönn­un­inni.

Mik­il vöruþróun hef­ur átt sér stað hjá FÓLKi síðastliðið ár og er breidd vöru­úr­vals merk­is­ins af ís­lenskri hönn­un alltaf að aukast. All­ar vöru­lín­ur merk­is­ins eru fá­an­leg­ar í pop-up-versl­un­inni og einnig eru frum­gerðir vænt­an­legra vara þar til sýn­is. Við hér á Mat­ar­vefn­um höf­um mikið dá­læti á nýj­um blóma­vös­um og skál­um sem henta ein­stak­lega vel und­ir ávexti, helgarsnakkið eða smá­kök­urn­ar þegar við náum svo langt í daga­tal­inu.

Á Hönn­un­ar­Mars í maí kynnti merkið meðal ann­ars glervasa, vegg­ljós úr marm­ara, gólflampa úr gegn­heil­um viði, vegg­hillu úr efni sem unnið er úr end­urunn­um tex­tíl og marg­nota heim­il­is­púða úr loft­púðum úr bíl­um. FÓLK vinn­ur með sex ís­lensk­um hönnuðum og hönn­un­art­eym­um  Theo­dóru Al­freðsdótt­ur, Tinnu Gunn­ars­dótt­ur, Studio Fléttu, Rögnu Ragn­ars­dótt­ur, Ólínu Rögnu­dótt­ur og Jóni Helga Hólm­geirs­syni.

Fimmtu­dag­inn 1. júlí verður sér­stakt sum­arpartí í versl­un FÓLKs við Hafn­ar­torg frá kl. 16-18, þar sem boðið verður upp á létt­ar veit­ing­ar og af­slátt af völd­um vör­um. Ann­ars er al­menn­ur af­greiðslu­tími í sum­ar mánu­daga-föstu­daga 11-17 og laug­ar­daga frá 12-16.

Urban Nomad hillurnar hafa fengið ómælda athygli og finnast víða …
Ur­ban Nomad hill­urn­ar hafa fengið ómælda at­hygli og finn­ast víða í eld­hús­um lands­ins. Mbl.is/​FÓLK Reykja­vík
MULTI vasar og skálar eftir Rögnu Ragnarsdóttur - framleitt úr …
MULTI vas­ar og skál­ar eft­ir Rögnu Ragn­ars­dótt­ur - fram­leitt úr munn­blásnu gleri. Mbl.is/​FÓLK Reykja­vík
Hillurnar má finna í ýmsum útfærslum, og eru hönnun eftir …
Hill­urn­ar má finna í ýms­um út­færsl­um, og eru hönn­un eft­ir Jón Helga Hólm­geirs­son. Mbl.is/​FÓLK Reykja­vík
Glæsilegt hliðarborð úr endurunnum textíl.
Glæsi­legt hliðar­borð úr end­urunn­um tex­tíl. Mbl.is/​FÓLK Reykja­vík
Skúlptúr í eldhúsið og lýsing á sama tíma með þessum …
Skúlp­túr í eld­húsið og lýs­ing á sama tíma með þess­um fal­legu vegg­ljós­um. Mbl.is/​FÓLK Reykja­vík
Nýjir kertastjakar sem setja sinn svip á rýmið.
Nýj­ir kerta­stjak­ar sem setja sinn svip á rýmið. Mbl.is/​FÓLK Reykja­vík
Mbl.is/​FÓLK Reykja­vík
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert