Lekker og sjúklega sæt Snickerskaka

Hleypið okkur nær þessari köku!
Hleypið okkur nær þessari köku! Mbl.is/Mainlifestyle.dk_Columbus Leth

Þessi kaka er jafn sykruð og sæt og þú hugsar þér – og þannig á hún að vera. Þetta er svokallaður unaðsdraumur fyrir þá sem vilja gæla við bragðlaukana og gera vel við sig.

Lekker og sjúklega sæt Snickerskaka

Botn

  • 100 g salthnetur
  • 100 g Digestive kex
  • 30 g smjör

Karamella

  • 300 g mjúkar rjómakaramellur
  • ½ dl rjómi
  • Salt á hnífsoddi
  • 50 g salthnetur

Súkkulaðihúð

  • 200 g mjólkursúkkulaði
  • 1 dl rjómi

Skraut

  • Súkkulaðispænir
  • Salthnetur
  • Flögusalt

Aðferð:

  1. Botn: Grófmyljið hneturnar. Blandið síðan kexi og hnetum saman í poka og rúllið yfir með kökukefli þar til blandan verður fíntmöluð. Bræðið smjörið og hrærið saman við hnetu-kex-blönduna. Setjið í 25 cm kökuform og þrýstið vel niður með fingrunum. Setjið í kæli á meðan þú gerir fyllinguna.
  2. Karamella: Hitið karamellu og rjóma saman á lágum hita, þar til karamellan hefur bráðnað. Bætið við salti. Hellið karamellunni yfir kexbotninn og stráið salthnetum yfir. Setjið aftur í kæli.
  3. Súkkulaði: Saxið súkkulaðið gróflega og setjið í skál. Hitið rjómann hægt upp og hellið yfir súkkulaðið. Hrærið varlega saman þar til rjóminn og súkkulaðið hefur blandast vel saman. Hellið yfir karamelluna og setjið aftur inn í ísskáp í tvo tíma eða lengur.
  4. Skreytið með súkkulaðispæni, hnetum og flögusalti.

Uppskrift: Mainlifestyle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert