Villtustu súkkulaðitýpur síðari ára

Þrjú ný súkkulaðistykki frá Cadbury, hvert öðru villtara.
Þrjú ný súkkulaðistykki frá Cadbury, hvert öðru villtara. mbl.is/Cadbury/Getty

Súkkulaðifram­leiðand­inn Ca­dbury fær­ir okk­ur þrjú splunku­ný súkkulaði með bragðteg­und­um sem þig óraði ekki fyr­ir að væru til. Um er að ræða súkkulaðiplöt­ur sem hlutu fyrstu þrjú sæt­in í sam­keppni á veg­um Ca­dbury, og munu fara í sölu í sept­em­ber nk. Al­menn­ing­ur get­ur síðan kosið um sitt upp­á­halds, og mun það súkkulaði halda áfram í fram­leiðslu sem hlýt­ur flest at­kvæðin.

Bragðteg­und­irn­ar eru:
Roxy‘s Fizz­ing Cherry: Sam­an­stend­ur af mjólk­ursúkkulaði með mjúk­um kirsu­berja­bit­um, stökku kexi og „popp­ing“ nammi sem spring­ur í munni.

Josoff‘s Banof­fee Nut Crumble: Er mjólk­ursúkkulaði með litl­um fudge-bit­um, gyllt­um möndlu-kara­mellu­bit­um og stökku kexi.

Sophie‘s No Frownie Brownie: Mjólk­ursúkkulaði með súkkulaði brownie-bit­um, gyllt-söltuðum kara­mellu­f­lög­um og stökku kexi.

Það verður áhuga­vert að fylgj­ast með hvaða súkkulaðiplata mun verða fyr­ir val­inu og rata í hill­urn­ar. Bragðlauk­arn­ir okk­ar væru til að smakka á þeim öll­um!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert