Kellogg's merkir kassana fyrir sjónskerta

Kellogg´s-morgunkorn verður sérmerkt með kóða fyrir sjónskerta og blinda.
Kellogg´s-morgunkorn verður sérmerkt með kóða fyrir sjónskerta og blinda. Ljósmynd/Kellogg´s

Byltingarkennd nýjung frá morgunkornsframleiðandanum Kellogg's – eitthvað sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar.

Kellogg's hefur nú merkt kassana sína með sérstökum kóða sem gefur sjónskertum og blindum, tækifæri til að skanna pakkningarnar í allt að þriggja metra fjarlægð með símanum og fá nytsamlegar upplýsingar um innihaldsefni, ofnæmisvaka og endurvinnslu. Fyrstu kóðarnir verða settir á Special-K-kassa sem munu rata í hillurnar í janúar á næsta ári. Því næst verður bætt við öðrum vörumerkjum allt til ársins 2022.

Samkvæmt yfirmanni Kellogg's í Bretlandi búa þar í landi yfir tvær milljónir manna sem kljást við skerta sjón og geta einfaldlega ekki lesið á kassana, og starfsfólk fyrirtækisins sé afar stolt yfir því að verða fyrsta fyrirtækið í heiminum sem innleiði þessa tækni á umbúðirnar sínar.

Ljósmynd/Kellogg´s
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka