Svindlmatur ólympíufara kemur á óvart

Spretthlauparinn Allyson Felix er nífaldur ólympíumethafi.
Spretthlauparinn Allyson Felix er nífaldur ólympíumethafi. Mbl.is/Andy Lyons_Getty

Sprett­hlaup­ar­inn Allyson Fel­ix var að tryggja sér sæti á fimmtu Ólymp­íu­leik­ana og seg­ir mataræðið skipta höfuðmáli fyr­ir vel­gengni – en hún er sæl­keri inn við beinið og elsk­ar að baka.

Hin 35 ára gamla Allyson, ní­fald­ur ólymp­íu­verðlauna­hafi, æfir í fimm klukku­stund­ir á dag – og þarf þar af leiðandi að borða mikið og vel. Hún sagði í sam­tali við Eating Well að morg­un­mat­ur­inn sé í létt­ari kant­in­um, jóg­úrt og granóla. Á leiðinni í rækt­ina fær hún sér acai-skál eða ein­hverja aðra teg­und af smoot­hie. Há­deg­is­mat­ur­inn ein­kenn­ist af sal­ati með próteini og ávöxt­um og á kvöld­in borðar hún mikið af fisk­meti, brún­um grjón­um eða sæt­um kart­öfl­um og græn­meti – þar er asp­as og kúr­bít­ur í miklu upp­á­haldi.

Leik­arn­ir í Tókýó 2021 verða þeir fyrstu síðan Allyson varð mamma – en hún á tveggja ára dótt­ur. Hún seg­ist elska að elda fyr­ir fjöl­skyld­una og vini þegar hún fær tíma og þar er bakst­ur einn af henn­ar duldu hæfi­leik­um – en fjöl­skyld­an sæk­ist sér­stak­lega í kanel­snúðana henn­ar sem þykja þeir bestu. Og þegar hún vill gera vel við sig eft­ir anna­sam­an dag þá fær hún sér vínglas, og á sumr­in vel­ur hún sér sau­vignon blanc.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert