Múffurnar sem eru fullkomnar í ferðalagið

Ljósmynd/María Gomez

Hér erum við með upp­skrift sem get­ur ekki klikkað. Þess­ar múff­ur bragðast eins og sæl­gæti og eru bakaðar úr bestu hréfn­un­um þannig að kropp­ur­inn blómstr­ar. Fyr­ir þá sem eru alltaf að leita að hinu full­komna ferðalaga­nesti er þetta al­gjör­lega málið.

Það er María Gomez á Paz.is sem á heiður­inn af þess­ari snilld.

Múffurnar sem eru fullkomnar í ferðalagið

Vista Prenta

Of­ur­ein­fald­ar súkkulaðibitaban­anamuff­ins

Hrá­efni

  • 250 gr fínt spelt (ég notaði frá MUNA)
  • 2 dl gróf­ir hafr­ar frá MUNA 
  • 2 tsk. vín­steins­lyfti­duft 
  • 1 tsk. mat­ar­sódi 
  • 30 g MUNA-val­hnet­ur (má sleppa)
  • 1/​2 dl MUNA-ólífu­olía 
  • 200 g MUNA-hrá­syk­ur 
  • 1 egg 
  • 3 vel þroskaðir ban­an­ar 
  • 1 1/​2 dl grísk jóg­úrt 
  • 100 g dökk­ir súkkulaðidrop­ar eða smátt skorið 70 % súkkulaði 

Aðferð

  1. Hitið ofn­inn á 180°C hita með blæstri (190°C ef þið eruð ekki með blást­ur­sofn)
  2. Byrjið á að taka eina stóra skál og setja í hana hveiti, lyf­tit­duft, mat­ar­sóda, haframjöl, salt og val­hnet­ur 
  3. Takið svo aðra minni skál og setjið í hana eggið og syk­ur­inn, notið bara písk til að hræra hratt sam­an egg og syk­ur þar til létt og ljóst
  4. Setjið svo ol­í­una út í egg­in og grísku jóg­úrt­ina og pískið áfram þar til enn ljós­ara og smá þykkt
  5. Setjið næst ban­an­ana í bland­ara og maukið al­veg eða stappið þá vel með gaffli (mér finnst miklu betra að setja í bland­ara)
  6. Bætið þeim svo út í skál­ina með því blauta og hrærið vel sam­an 
  7. Setjið næst súkkulaðidrop­ana sam­an við hveitið og hrærið vel sam­an áður en það blauta fer sam­an við
  8. Hellið nú úr skál­inni með eggj­un­um og því blauta yfir í þur­refna­skál­ina og hrærið sam­an með sleif en eins lítið og þið kom­ist upp með svo múff­urn­ar verði ekki seig­ar
  9. Skiptið næst deig­inu milli 12 múffu­forma en ég mæli með að eiga ál­form til að hafa und­ir pappa­formin og úða pappa­formin að inn­an með bök­unarúða eins og PAM eða öðru
  10. Bakið svo í 20-25 mín­út­ur en gott er að stinga prjóni í miðja köku eft­ir 20 mín. og ef hún er ekki al­veg til þá leyfa þeim að bak­ast í 5 mín. í viðbót 
  11. Það má líka setja deigið í brauðform og gera brauð í stað múffa en þá úða ég það líka með bök­unarúða fyrst og baka í 45-50 mín.
Ljós­mynd/​María Gomez
Ljós­mynd/​María Gomez
Ljós­mynd/​María Gomez
Ljós­mynd/​María Gomez
Ljós­mynd/​María Gomez
Ljós­mynd/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert