Einn ævintýralegasti veitingastaður heims opnaður í ágúst

Nýr veitingastaður og bar opnar í ágúst - allt undir …
Nýr veitingastaður og bar opnar í ágúst - allt undir áhrifum teiknimyndapersóna. Mbl.is/Park Row

Átján þúsund fermetra rými verður opnað í ágústmánuði, þar sem nóg af mat og drykk verður á boðstólum – þó engar leðurblökur, sem betur fer.

Þessi nýi staður verður opnaður við Brewer Street í London 10. ágúst nk. og mun státa af hvorki meira né minna en 11 rétta matseðli – allt í myndasöguanda. Enda sækir staðurinn innblástur sinn til Gotham City. Meðal rétta á matseðli verða „eitraðir“ sveppir, hörpudiskur, ostrur, kavíar og diskur með hvítu súkkulaði toppaður með gylltu laufi. Eins verður nautasteik með trufflu og jafnvel ætum skartgripum. Gestir munu einnig upplifa sjónrænt ferðalag, þar sem skjáir verða frá gólfi til lofts í 360°. Önnur rými á staðnum eru innblásin af ofurhetjum og illmennum úr teiknimyndasögum – til að mynda Harley Quinn-kokteilbar og lounge-bar að nafni Pennyworth.

Staðurinn kallast „Park Row“, betur þekkt sem húsasundið þar sem foreldrar Batmans voru skotnir í umræddri sögu. Hér munu gestir einnig eiga von á að starfsfólkið bregði á leik, svo um einstaka upplifun er að ræða. Tilkoma staðarins helst í hendur við útkomu nýju Batman-myndarinnar, sem er væntanleg á þessu ári og Robert Pattison fer með aðalhlutverkið í.

Eitraðir sveppir eru á boðstólnum!
Eitraðir sveppir eru á boðstólnum! Mbl.is/Park Row
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert