Notar leikfang til að búa til sælgæti

Svokallaðir „Pop-it-fiktarar
Svokallaðir „Pop-it-fiktarar" eru notaðir í þessa súkkulaðigerð. Mbl.is/@mumof5staysane

Kona nokk­ur not­ar vin­sælt leik­fang til að búa til súkkulaðimola  og svona fer hún að því!

Krakk­ar þessa dag­ana eru æst­ir í að leika sér með svo­kallaða „pop-it-fikt­ara“, lit­ríkt síli­kon­leik­fang þar sem til­finn­ing­in er að þú sért að skjóta bóluplasti þegar þú ýtir á hnapp­ana inn og út – en leik­fangið má finna í versl­un HÉR á landi. Leik­fangið á að hafa ró­andi áhrif og auka ein­beit­ingu. Og kona nokk­ur á TikT­ok hef­ur fundið önn­ur not fyr­ir leik­fangið með því að nota það sem mót fyr­ir súkkulaði.

Hún byrj­ar á því að raða smarties-hnöpp­um í formið. Síðan bræðir hún um 100 g af mjólk­ursúkkulaði og sama magn af hvítu súkkulaði sem hún hell­ir yfir mót­in og set­ur inn í frysti  og eft­ir nokkra tíma er ein­falt að smella súkkulaðinu úr form­inu. Hér er þó mik­il­vægt að benda á að ganga alltaf úr skugga um hvort þau form sem þú not­ar þoli mat­vöru og fyr­ir alla muni þrífið mót­in vel fyr­ir notk­un.

Mbl.is/@​mu­mof5staysa­ne
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert