Dúxinn bauð upp á ótrúlega útskriftaveislu

Glæsilegt veisluborð hjá Elínu Helgu! Í baksýn má sjá glitta …
Glæsilegt veisluborð hjá Elínu Helgu! Í baksýn má sjá glitta í blöðruskúlptúr frá PIPPU í litum sem tóna við þema veislunnar. Mbl.is/Valgarður Gíslason

Elín Helga Lár­us­dótt­ir braut­skráðist 19. júní síðastliðinn frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og var dúx við viðskipta­deild HR. Hún var staðráðin í að halda upp á braut­skrán­ing­una og var með sín­ar hug­mynd­ir um hvernig veislu hana langaði að vera með. El­ínu Helgu hafði dreymt um að halda út­skrift­ar­veislu og fagna með ætt­ingj­um og vin­um með pomp og prakt en það var ekki ljóst fyrr en snemma sum­ars að hægt væri að halda fjöl­menna út­skrift­ar­veislu vegna þeirra sam­komutak­mark­ana sem gilt hafa vegna far­ald­urs­ins. Sam­komutak­mörk­un­un­um var sem bet­ur fer aflétt að stór­um hluta fyr­ir stóra dag­inn, svo Elín Helga ákvað að fara alla leið og bjóða í drauma­út­skrift­ar­veisl­una sína þar sem hugsað væri fyr­ir allri heild­ar­um­gjörð veisl­unn­ar með öllu henn­ar upp­á­halds. Við inn­kom­una gengu gest­irn­ir beint í kampa­víns­stof­una þar sem tekið var á móti þeim með kampa­víni og blin­is með reykt­um laxi og kaví­ar ann­ars veg­ar og ris­arækj­um hins veg­ar. Kampa­vínið var sér­stak­lega valið með þeim sæl­kerakræs­ing­um sem boðið var upp á.

Lif­andi blóm og hvít­ir litatón­ar í bland við jarðliti

„Þar sem út­skrift­ar­veisl­an var hald­in í júní og sól­in var byrjuð gleðja okk­ur með geisl­um sín­um, þá var ekk­ert annað sem kom til greina en að dekka borðin í ljós­um litatón­um og hvíti lit­ur­inn var alls­ráðandi. Ég vildi jafn­framt nýta rým­in bæði inni og úti á palli. Það mætti segja að inn­blástur­inn hafi komið með sumr­inu sem var í garð gengið og and­an­um yfir út­skrift­inni. Mér finnst mjög mik­il­vægt að huga vel að borðskreyt­ing­um, veit­ing­um og heild­ar­um­gjörð veisl­unn­ar þegar gesti ber að garði, það hef ég lært af móður minni. Ég fékk bæði móður mína og Hrafn­hildi Þor­leifs­dótt­ur í Blómagalle­rí­inu við Haga­mel til að koma með hug­mynd­ir að blóm­um, sem voru í raun aðalskraut veisl­unn­ar. Veislu­borðin og skreyt­ing­arn­ar eru oft­ar en ekki það fyrsta sem fólk tek­ur eft­ir er það mæt­ir í veisl­ur, og borðin eru einnig staður­inn þar sem gest­irn­ir staldra við hvað lengst fram eft­ir kvöldi og njóta góðs mat­ar og sam­veru,“ seg­ir Elín Helga – en veisl­an var hald­in í for­eldra­hús­um þar sem er vel veislu­fært, tvær samliggj­andi stof­ur í opnu rými og út­gengi úr stof­un­um beint út á pall.

„Til að tengja borðin þrjú sam­an ásamt sveppa­borðunum úti á palli voru lif­andi blóm í aðal­hlut­verki, það er bæði nátt­úru­legt og fal­legt að skreyta með lif­andi blóm­um en úr­valið hjá Hrafn­hildi er bæði æv­in­týra­legt og frum­legt. Blóm­in voru í nokkr­um mis­stór­um glær­um vös­um á miðju hvers og eins sveppa­borðs sem og inn­an um veit­ing­arn­ar og gerðu þar af leiðandi borðin meira lif­andi þar sem hvíti lit­ur­inn lék aðal­hlut­verkið. Einnig vor­um við með tvo stóra og veg­lega vendi í tveim­ur stór­um vös­um, ann­ars veg­ar á kampa­víns­borðinu og við sæl­kerakræs­inga­borðið,“ seg­ir Elín Helga í sam­tali. Eins mátti sjá veg­leg­an blöðru­skúlp­túr frá Pippu, sem sér­hæf­ir sig í par­tískrauti, sem sett­ur var upp við sæl­kerakræs­inga­borðið þar sem perlu­hvíti lit­ur­inn var í for­grunni, sveipaður bláa fána­litn­um til tákns um út­skrift­ina.

Þema veisl­unn­ar minnti vel á nátt­úr­una og sum­arið. Hugsað var út í sam­setn­ing­una og efnivið og litatón­um raðað sam­an sem mynda stíl­hreina litap­all­ettu. „Við völd­um hvít­an hör­dúk á borðið, hvít­ar serví­ett­ur og hvíta pappa­diska. Við vor­um jafn­framt með kera­mik­föt í jarðlit­um sem pössuðu vel við það sem fyr­ir var,“ seg­ir Elín Helga.

Lemon -jús­b­ar á pall­in­um sló í gegn

Elín Helga lagði mikið upp úr því að vera með veit­ing­ar fyr­ir alla og vildi tryggja að all­ir fengju eitt­hvað við sitt hæfi. Þegar þrjár til fjór­ar kyn­slóðir koma sam­an og sum­ir vilja vera í hollu og fersku lín­unni og er gam­an að setja sam­an kræs­ing­ar sem ná til allra. Draum­ur El­ín­ar Helgu var að vera með djús og sam­lok­ur frá Lemon en hún er mik­il íþrótta­kona og æfir hand­bolta hjá Val  því mikið fyr­ir holl­ust­una. Nýr og brak­andi fersk­ur djús frá Lemon var því í topp­sæt­inu hjá út­skrift­ar­döm­unni.

„Það þarf að passa að það sé eitt­hvað fyr­ir alla; unga fólkið, full­orðna og eldri borg­ara. Þar sem mik­ill tími fer í upp­setn­ingu, skreyt­ing­ar og at­höfn­ina sjálfa fannst okk­ur mömmu dá­sam­legt að út­hýsa ákveðnum þátt­um og kaupa veit­ing­ar hjá veit­ingaþjón­ust­um. Við vor­um til að mynda með Lemon-djús­b­ar og Lemon-sam­lok­ur á pall­in­um sem slógu í gegn. Flest­ir djús­arn­ir eru veg­an og svo er líka boðið upp á veg­an­sam­lok­ur. Pabbi minn smíðaði og hannaði bar­inn á pall­in­um sem kom ótrú­lega vel út og feng­um við skilti frá Lemon til að setja fram­an á bar­inn þar sem við keypt­um hjá þeim aðföng­in og þjón­ust­una á barn­um. Einnig vor­um við með ekta ís­lensk­ar kótilett­ur í raspi frá Fjár­hús­inu sem slógu ræki­lega í gegn, sæl­kera­kokteil­snitt­ur og ris­arækjup­inna frá Múlakaffi, sæta franska bita frá Gulla Arn­ari bak­ara og blin­is frá Trúnó. Til að toppa sæta þemað buðum við upp á kó­kos­boll­ur frá Kólus og nýj­an lakk­rís. Sjálf­ar gerðum við sæl­kera­osta- og sælu­bakka troðfull­an af fersk­um ávöxt­um og bár­um fram á fal­leg­um ís­lensk­um hand­verks­brett­um. Auðvitað var síðan boðið upp á vatns­mel­ón­ur og lakk­rís­reim­ar sem er full­komið kom­bó, sér­stak­lega með kampa­vín­inu,“  seg­ir Elín Helga.

Útskrift­arkaka og sæt­ir bit­ar heilla

El­ínu Helgu langaði til að vera með út­skrift­ar­köku í veisl­unni en topp­ur­inn á sæl­kerakræs­inga­borðinu er gjarn­an kak­an sem er oft­ar en ekki gerð í anda þess sem út­skrif­ast. Hún fékk því Örnu Guðlaugu Ein­ars­dótt­ur hjá Kökukræs­ing­um til að baka og skreyta út­skrift­ar­kök­una sem var til­valið að bera fram á sæl­kerakræs­inga­borðið og gleðja bæði auga og munn. Arna bakaði hálfnakta flau­els­mjúka súkkulaðiköku með hvítu vanillukremi að ósk El­ín­ar Helgu sem prýddi þema veisl­unn­ar. Kak­an var skreytt með blóm­um sem var þema veisl­unn­ar og það þurfti ekki meira til, kak­an var hið glæsi­leg­asta augna­kon­fekt og ómót­stæðilega ljúf­feng. „Mörg­um finnst gott að narta í sæta bita eft­ir mat­inn og því var kær­komið að bjóða líka up pá sætu bit­ana frá Gulla Arn­ari, með frönsku ívafi, og pössuðu þeir ákaf­lega vel með,“ seg­ir Elín Helga.

Frikki Dór toppaði veisl­una

Óvænt tón­list­ar­atriði brýt­ur upp veislu­formið og mynd­ar stemn­ingu meðal veislu­gesta, það fell­ur seint úr gildi. „Fjöl­skyld­an mín gaf mér óvænta út­skrift­ar­gjöf; Frikki Dór mætti á svæðið og tók nokk­ur skemmti­leg lög við mik­inn fögnuð allra viðstaddra og myndaði frá­bæra stemn­ingu. Það má með sanni segja að hann hafi toppað veisl­una með inn­komu sinni,“ seg­ir Elín Helga að lok­um eft­ir sann­ar­lega vel heppnaðan og ein­stak­lega fal­leg­an út­skrift­ar­dag.

Elín Helga Lárusdóttir, dúx við Viðskiptadeild HR. Hún hélt stórkostlega …
Elín Helga Lár­us­dótt­ir, dúx við Viðskipta­deild HR. Hún hélt stór­kost­lega veislu í til­efni dags­ins í júní sl. Mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son
Það var Hrafnhildur hjá Blómagallerí sem sá um blómaskreytingar í …
Það var Hrafn­hild­ur hjá Blómagalle­rí sem sá um blóma­skreyt­ing­ar í veisl­unni eins og henni einni er lagið. Mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son
Frikki Dór mætti óvænt og spilaði fyrir veislugesti.
Frikki Dór mætti óvænt og spilaði fyr­ir veislu­gesti. Mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son
Æðisleg kaka úr smiðju Örnu Guðlaugar hjá Kökukræsingum - fagurlega …
Æðis­leg kaka úr smiðju Örnu Guðlaug­ar hjá Kökukræs­ing­um - fag­ur­lega skreytt blóm­um í anda veisl­unn­ar. Mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son
Heimasmíðaður Lemon bar í garðinum - ferskir djúsar og samlokur.
Heima­smíðaður Lemon bar í garðinum - fersk­ir djús­ar og sam­lok­ur. Mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son
Blinis með reyktum laxi og kavíar - namm!
Blin­is með reykt­um laxi og kaví­ar - namm! Mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son
Vatnsmelónur og lakkrísreimar er fullkomið kombó, sérstaklega með kampavíni.
Vatns­mel­ón­ur og lakk­rís­reim­ar er full­komið kom­bó, sér­stak­lega með kampa­víni. Mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son
Hvert öðru girnilegra.
Hvert öðru girni­legra. Mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son
Mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son
Litirnir í fersku berjunum hleypa vatni í munninn.
Lit­irn­ir í fersku berj­un­um hleypa vatni í munn­inn. Mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son
Ekki algengt að sjá kótilettur í raspi í veislum, en …
Ekki al­gengt að sjá kótilett­ur í raspi í veisl­um, en hér var hugsað út í alla boðaða gesti að þeir myndu finna sitt á borðum. Mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son
Mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son
Geggjað að hafa kókosbollur og lakkrís á boðstólnum!
Geggjað að hafa kó­kos­boll­ur og lakk­rís á boðstóln­um! Mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son
Bjórinn var kældur í klökum í hjólbörum úti á palli.
Bjór­inn var kæld­ur í klök­um í hjól­bör­um úti á palli. Mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert