Nýjasta æðið er snargalið

Nýjasta trendið samkvæmt TikTok er að breyta pasta í snakk.
Nýjasta trendið samkvæmt TikTok er að breyta pasta í snakk. Mbl.is/ TikTok/@feelgoodfoodie

... eða er það galið? Það er varla hægt að halda utan um öll þau mat­artrend sem birt­ast á sam­fé­lags­miðlum, en þetta hér er ein­mitt eitt af þeim.

Þið munið eft­ir feta-pasta­upp­skrift­inni sem réð ríkj­um hér fyrr á ár­inu, og ekki má gleyma Maltesers-syk­ur­púðunum eða maís­stöngla-rifj­un­um. Allt frá­bær­ar upp­skrift­ir! En það er meira til, því við erum að sjá „pasta­f­lög­ur“ eða fransk­ar sem eru hugsaðar sem snarl frek­ar en full máltíð. Pastafransk­ar eru í meg­in­at­riðum pasta sem er út­fært sem flög­ur – stökk­ar og krass­andi, sem þú dýf­ir í ídýfu að eig­in vali og nýt­ur með bestu lyst. Og eft­ir að hafa náð tök­um á upp­skrift­inni get­ur þú kryddað eða leikið þér með hana eins og þú vilt.

Nýjasta æðið er snargalið

Vista Prenta

Svona ger­ir þú pasta­f­lög­ur

  • Pasta, annaðhvort penne eða far­falle
  • ólífu­olía
  • krydd að eig­in vali, t.d. par­mes­an, papríka, hvít­lauk­ur, chili eða salt.

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakkn­ing­um.
  2. Helltu vatn­inu af og bættu því næst olíu og kryddi að eig­in vali sam­an við pastað.
  3. Ef þú átt Air Fryer get­urðu sett pastað í græj­una og stillt á 10 mín­út­ur á 180° hita. Ef þú not­ast við bak­arofn, stilltu hann þá á 200° og eldaðu í 20 mín­út­ur. Hristu aðeins upp í past­anu inn á milli.
  4. Berið fram með ídýfu að eig­in vali.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert