Grillað taco með salsa og sterkri sósu

Ofsalega girnilegt fiskitaco með sumarlegu salsa og dressingu.
Ofsalega girnilegt fiskitaco með sumarlegu salsa og dressingu. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér býður Hild­ur Rut okk­ur upp á grillað fiskitaco, borið fram með sum­ar­legu salsa og jalapenjo-sósu sem gælir við bragðlauk­ana. Rétt­ur sem þú vilt alls ekki missa af!

Grillað taco með salsa og sterkri sósu

Vista Prenta

Grillað taco með salsa og sterkri sósu

(fyr­ir 3-4, ég mæli með 3 litl­um tortill­um á mann)

  • 500 g þorsk­hnakk­ar
  • Safi úr 1/​2 lime
  • 1-2 msk. Krónukrydd – Ertu ekki að græn­ast?
  • 1 msk. ferskt kórí­and­er
  • 1 tsk. cum­in
  • 1 msk. ólífu­olía
  • Litl­ar tortill­ur – Street taco frá Missi­on
  • Stappaður feta­ost­ur (sal­atost­ur eft­ir smekk)

An­an­as salsa

  • ¼ – ½ fersk­ur an­an­as
  • 2 avóka­dó
  • 10 kokteil­tóm­at­ar
  • 1 msk. kórí­and­er
  • Safi úr ½ lime
  • Salt & pip­ar eft­ir smekk

Ein­föld jalapeno-sósa

  • 2 dl maj­ónes (einnig gott að setja smá sýrðan rjóma)
  • 1-2 msk. jalapeno úr krukku
  • Salt & pip­ar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera fisk­inn í bita eft­ir smekk og blandið sam­an í skál við safa úr lime, Krónukrydd­inu – Ertu ekki að græn­ast, cum­in og ólífu­olíu.
  2. Skerið an­an­as, avóka­dó, kokteil­tóm­ata og kórí­and­er smátt. Blandið öllu sam­an, kreistið lime yfir og saltið og piprið.
  3. Blandið sam­an maj­ónesi, smátt söxuðu jalapeno, salti og pip­ar eða setjið í töfra­sprot­ann/​mat­vinnslu­vél.
  4. Dreifið fisk­in­um á ál­bakka og grillið í 10 mín­út­ur eða þar til fisk­ur­inn er eldaður í gegn.
  5. Grillið tortill­urn­ar á væg­um hita og fyllið þær með sals­anu, fisk­in­um og sós­unni. Mmm…og njótið!
Mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert