Við kynnum fyrir ykkur nýtt matartrend á TikTok sem er það sykraðasta til þessa. Hér sjáum við Nutella-kanil-stangir sem skilja bragðlaukana eftir með margar spurningar.
Að sameina sætar sykraðar rúllur með súkkulaði-hnetubragði er gargandi snilld! Uppskriftin vakti fyrst athygli á TikTok síðu @lilac.bakery í myndbandi sem hefur verið skoðað 4 milljón sinnum. Þar deilir bakarinn uppskrift sem er einfalt að gera og inniheldur hvítt brauð, Nutella, egg, mjólk, sykur, vanillu, kanil og smá smjör. Hráefni sem margir eiga til í skápunum heima.