Fallegustu diskar sem sést hafa lengi

Diskarnir eru fagurlega skreyttir með litríkum blómum.
Diskarnir eru fagurlega skreyttir með litríkum blómum. Mbl.is/francesca-colombo.it

Það er ná­kvæm­lega svona sem disk­ar líta út þegar þeir eru fag­ur­lega skreytt­ir með hand­gerðum munstr­um sem eiga eng­an sinn líka. Við rák­umst á þessa fal­legu diska á vafri um netið og vær­um sann­ar­lega til í að leggja þá á borð. Hér er um ekta ít­alska hönn­un að ræða sem vakið hef­ur at­hygli fag­ur­kera þarna úti.

Hún heit­ir Francesca Colom­bo og er menntaður fata­hönnuður sem starfað hef­ur hjá virt­ustu vörumerkj­um í fag­inu, bæði í Mílanó og Par­ís. Hún kom einnig að inn­an­húss­hönn­un á Spáni áður en hún stofnaði sitt eigið vörumerki í heima­bæ sín­um Mílanó, þar sem hún fram­leiðir diska, vegg­fóður og tex­tíl. Stíll­inn henn­ar ein­kenn­ist af óvenju­leg­um lita­sam­setn­ing­um og smá­atriðum sem má aug­ljós­lega sjá í verk­um henn­ar – en þess má geta að öll fram­leiðslan fer fram á Ítal­íu.

Skraut­leg­ir disk­ar hafa verið meira áber­andi und­an­farið hjá mörg­um hönnuðum og fram­leiðend­um, sem setja svo sann­ar­lega nýj­an tón á mat­ar­borðið. Heimasíðu Francescu má finna HÉR.

Mbl.is/​francesca-colom­bo.it
Ítalski hönnuðurinn Francesca Colombo, hannar skrautlega matardiska, textíl og veggfóður.
Ítalski hönnuður­inn Francesca Colom­bo, hann­ar skraut­lega mat­ar­diska, tex­tíl og vegg­fóður. Mbl.is/​francesca-colom­bo.it
Mbl.is/​francesca-colom­bo.it
Mbl.is/​francesca-colom­bo.it
Eitt af veggfóðrunum hennar Francescu.
Eitt af vegg­fóðrun­um henn­ar Francescu. Mbl.is/​francesca-colom­bo.it
Þetta veggfóður á engan sinn líkan.
Þetta vegg­fóður á eng­an sinn lík­an. Mbl.is/​francesca-colom­bo.it
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert