Sunnudagskakan sem kætir mannskapinn

Ljúffeng sítrónukaka með gljáa sem fjölskyldan mun elska.
Ljúffeng sítrónukaka með gljáa sem fjölskyldan mun elska. Mbl.is/Stork

Hér er hreint út sagt unaðsleg formkaka á ferð – eða sítr­ónukaka með gljáa sem full­komn­ar þessa ein­stöku sunnu­dags­köku af bestu gerð. Hún pass­ar vel með sumr­inu og mett­ar marga munna. Það tek­ur rétt  um klukku­tíma að græja þessa dá­semd frá því þú byrj­ar að hita ofn­inn og þar til hún er til­bú­in.

Sunnudagskakan sem kætir mannskapinn

Vista Prenta

Sunnu­dagskak­an sem kæt­ir mann­skap­inn

  • 175 g hveiti
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 175 g smjör
  • 175 syk­ur
  • 3 egg
  • 2 msk. mjólk
  • rif­inn börk­ur af 2 sítr­ón­um

Síróp

  • Safi úr 2 sítr­ón­um
  • 114 g syk­ur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 180°C.
  2. Blandið sam­an hveiti og lyfti­dufti og bætið því næst rest­inni af hrá­efn­un­um sam­an við.
  3. Smyrjið bök­un­ar­form/​brauðform (sem rúm­ar 1 kg) og hellið blönd­unni ofan í. Setjið inn í ofn í klukku­stund eða þar til bakað í gegn.
  4. Veltið kök­unni úr mót­inu.
  5. Hitið sítr­ónusaf­ann og syk­ur­inn sam­an og hellið yfir alla kök­una. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert