Sunnudagskakan sem kætir mannskapinn

Ljúffeng sítrónukaka með gljáa sem fjölskyldan mun elska.
Ljúffeng sítrónukaka með gljáa sem fjölskyldan mun elska. Mbl.is/Stork

Hér er hreint út sagt unaðsleg formkaka á ferð – eða sítrónukaka með gljáa sem fullkomnar þessa einstöku sunnudagsköku af bestu gerð. Hún passar vel með sumrinu og mettar marga munna. Það tekur rétt  um klukkutíma að græja þessa dásemd frá því þú byrjar að hita ofninn og þar til hún er tilbúin.

Sunnudagskakan sem kætir mannskapinn

  • 175 g hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 175 g smjör
  • 175 sykur
  • 3 egg
  • 2 msk. mjólk
  • rifinn börkur af 2 sítrónum

Síróp

  • Safi úr 2 sítrónum
  • 114 g sykur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 180°C.
  2. Blandið saman hveiti og lyftidufti og bætið því næst restinni af hráefnunum saman við.
  3. Smyrjið bökunarform/brauðform (sem rúmar 1 kg) og hellið blöndunni ofan í. Setjið inn í ofn í klukkustund eða þar til bakað í gegn.
  4. Veltið kökunni úr mótinu.
  5. Hitið sítrónusafann og sykurinn saman og hellið yfir alla kökuna. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka