Eftirrétturinn sem sumarið á ekki séns í

Grillaðar nektarínur með hnetumulningi og karamellusósu.
Grillaðar nektarínur með hnetumulningi og karamellusósu. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er á ferðinni eft­ir­rétt­ur sem hleyp­ir vatni í munn­inn! Þessi ljúf­fengi og sum­ar­legi rétt­ur kem­ur úr smiðju Hild­ar Rut­ar sem seg­ir sniðugt að út­búa haframuln­ing­inn með fyr­ir­vara og þá sé þægi­legt að taka hann með í ferðalög­in.

Eftirrétturinn sem sumarið á ekki séns í

Vista Prenta

Eft­ir­rétt­ur­inn sem sum­arið á ekki séns í

Mæli með ½ - 1 nekta­rínu á mann

  • Fersk­ar nekta­rín­ur
  • Hlyns­íróp
  • Vanilluís

Kara­mellusósa

  • 120 g Dumle-kara­mell­ur
  • 1 dl rjómi

Haframul­ing­ur

  • 1½ dl hafra­f­lög­ur
  • ½ dl kó­kos­mjöl
  • ½ dl hveiti
  • ½ dl syk­ur
  • 80 g smjör við stofu­hita

Aðferð:

  1. Byrjið á því að út­búa haframuln­ing. Skerið smjörið í litla bita og blandið öllu sam­an með hönd­un­um. Dreifið á bök­un­ar­plötu þakta bök­un­ar­papp­ír og bakið í 12-15 mín­út­ur við 190°C eða þar til bland­an verður gyllt og stökk. Það þarf að hræra í blönd­unni nokkr­um sinn­um á meðan hún er að bak­ast en hún á það til að brenna og það þarf að fylgj­ast vel með.
  2. Því næst er sós­an út­bú­in. Bræðið Dumle-kara­mell­urn­ar og rjóma í potti við væg­an hita. Bætið aðeins mjólk sam­an við ef þið viljið hafa sós­una þynnri.
  3. Skerið nekta­rín­urn­ar til helm­inga og takið stein­inn úr. Penslið þær með hlyns­írópi ca 1 tsk. á hvern helm­ing.
  4. Setjið nekta­rín­urn­ar með skornu hliðina niður á grillið í 4-5 mín­út­ur, snúið svo við og grillið áfram í 2-3 mín­út­ur.
  5. Berið fram með vanilluís, kara­mellusós­unni og haframuln­ingn­um. Njótið vel!
Mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert