Svona nærðu baðkarinu tandurhreinu

Við viljum fyrir alla muni, halda baðkarinu okkar tandurhreinu.
Við viljum fyrir alla muni, halda baðkarinu okkar tandurhreinu. mbl.is/dougstubs.com

Tímamótatrix! Það er nákvæmlega svona sem þú átt að þrífa baðkarið til að ná því tandurhreinu. Þessi aðferð markar tímamót í þrifaðferðum okkar til þessa – því hún djúphreinsar baðkarið í orðsins fyllstu merkingu.

Svona er best að þrífa baðkarið

  • Byrjaðu á því að rennbleyta handklæði í ediki og leggðu þau því næst yfir blöndunartækin (vefðu þeim utan um).
  • Helltu natroni ofan í niðurfallið.
  • Helltu því næst ediki í niðurfallið.
  • Stráðu natroni yfir baðkarið.
  • Skvettu uppþvottalegi yfir baðkarið og skrúbbaðu með mjúkum svampi.
  • Skolaðu vel og njóttu!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka