Unaðslegt pastasalat með parmaskinku

Ljúffengt og lekkert pastasalat með parmaskinku.
Ljúffengt og lekkert pastasalat með parmaskinku. Mbl.is/Bobedre_Tia Borgsmidt__Lone Kjær

Þessi pasta­rétt­ur er ekki bara bragðgóður, því hann er líka svo lekk­er að gam­an er að bera hann á borð. Parma­skinka, spínat og par­mes­an ásamt heima­gerðri tóm­atsósu sem er gott að eiga í frysti og grípa í þegar tím­inn er naum­ur.

Unaðslegt pastasalat með parmaskinku

Vista Prenta

Unaðslegt pasta­sal­at með parma­skinku

  • 300 g pasta
  • 200 g ferskt spínat
  • 70 g parma­skinka
  • Par­mesanost­ur
  • Fersk basilika
  • Flögu­salt og pip­ar

Tóm­atsósa

  • 1 lauk­ur
  • 2 stór hvít­lauksrif
  • 1 rauður chili
  • 1 msk ólífu­olía
  • 2 dós­ir pomedorotóm­at­ar
  • 2 tsk or­egano
  • 1 msk bal­sa­mike­dik
  • 2 tsk púður­syk­ur
  • Raspaður börk­ur af 1 sítr­ónu
  • Flögu­salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Tóm­atsósa: Saxið lauk og chili, og merjið hvít­lauk­inn.Hitið olíu í potti og steikið lauk og chili. Bætið þá tómöt­um, or­egano og ed­iki sam­an við – og látið sjóða í 5 mín­út­ur. Smakkið til með púður­sykri, sítr­ónu­berki, flögu­salti og pip­ar.
  2. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um og bætið spínatinu sam­an við út í vatnið, rétt und­ir lok­in á suðutím­an­um.
  3. Veltið past­anu upp úr tóm­atsós­unni eft­ir smekk. Hægt er að frysta af­gangs sósu og eiga til góða ef hún er ekki öll notuð í rétt­inn.
  4. Setjið í stóra skál og blandið parma­skinku sam­an við.
  5. Rífið par­mes­an ost yfir og toppið með ferskri basiliku.
  6. Kryddið með salti og pip­ar og berið fram.

Upp­skrift: Bo­Bedre

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert