Áleggið sem þykir það vinsælasta á ristað brauð

Ricotta þykir það vinsælasta ofan á ristað brauð nú til …
Ricotta þykir það vinsælasta ofan á ristað brauð nú til dags. mbl.is/Getty

Avóka­dó ofan á brauð get­ur farið að passa sig, því það er kom­in ný út­færsla sem fólk er að missa sig yfir – og hún er rjóma­kennd. Hér erum við að vitna í það allra heit­asta þessi dægrin á ristuðu brauði, en svo­kölluð „avóka­dó toast“ hafa verið mjög vin­sæl síðustu miss­er­in. Í dag er það ricotta sem fólk smyr á brauðin og skreyt­ir með hun­angi, sultu, tómöt­um eða jurt­um og þykir hrein­asta lostæti.

Talið er að sam­fé­lags­miðlar hafi átt stór­an þátt í þessu nýja æði, því þessi út­gáfa hef­ur farið víða, t.d. á TikT­ok. En það er ekki að ástæðulausu, því í sam­an­b­urði við aðra osta er ricotta mun heilsu­sam­legri kost­ur sem inni­held­ur minna salt og fitu og meira pró­tín.

Hér fyr­ir neðan er upp­skrift frá mat­reiðslu­kon­unni Paolu Maggiulli, bet­ur þekkt sem @thet­inyitali­an á In­sta­gram.

Áleggið sem þykir það vinsælasta á ristað brauð

Vista Prenta

Ristað brauð með ricotta og tómöt­um

  • Ólífu­olía
  • 1 hvít­lauksrif, saxað
  • 6 kirsu­berjatóm­at­ar, skorn­ir til helm­inga
  • 125 g ricotta
  • Sjáv­ar­salt
  • Svart­ur pip­ar
  • Bal­sa­mik edik
  • 2 súr­deigs­brauðsneiðar
  • Fersk basilika

Aðferð:

  1. Steikið hvít­lauk­inn upp úr olíu í 1 mín­útu.
  2. Bætið tómöt­un­um út á pönn­una og stráið jafn­vel smá chilli flög­um yfir. Steikið á meðal­hita þar til mjúk­ir. Veltið þeim þá upp úr 1 msk af bal­sa­mik edik og smá ólífu­olíu. Stráið sjáv­ar­salti yfir.
  3. Pískið upp ricotta ost­inn með gaffli þar til mjúk­ur – saltið og piprið.
  4. Ristið brauðin.
  5. Dreifið ricotta yfir brauðin og setjið tóm­at­blönd­una ofan á. Skreytið með ferskri basiliku.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert