Avókadó ofan á brauð getur farið að passa sig, því það er komin ný útfærsla sem fólk er að missa sig yfir – og hún er rjómakennd. Hér erum við að vitna í það allra heitasta þessi dægrin á ristuðu brauði, en svokölluð „avókadó toast“ hafa verið mjög vinsæl síðustu misserin. Í dag er það ricotta sem fólk smyr á brauðin og skreytir með hunangi, sultu, tómötum eða jurtum og þykir hreinasta lostæti.
Talið er að samfélagsmiðlar hafi átt stóran þátt í þessu nýja æði, því þessi útgáfa hefur farið víða, t.d. á TikTok. En það er ekki að ástæðulausu, því í samanburði við aðra osta er ricotta mun heilsusamlegri kostur sem inniheldur minna salt og fitu og meira prótín.
Hér fyrir neðan er uppskrift frá matreiðslukonunni Paolu Maggiulli, betur þekkt sem @thetinyitalian á Instagram.
Ristað brauð með ricotta og tómötum
Aðferð: