Áleggið sem bragðast eins og sælgæti

Súkkulaðismjör sem bragðast eins og After Eight - namm!
Súkkulaðismjör sem bragðast eins og After Eight - namm! mbl.is/grazia.fr

Hér bjóðum við ykkur upp á álegg sem bragðast eins og fínasta súkkulaði – After Eight. Heimagert súkkulaðismjör sem er nokkurs konar súkkulaðikrem, og er afar einfalt að bera fram.

Áleggið sem bragðast eins og súkkulaði

  • 125 g dökkt súkkulaði
  • 50 g flórsykur
  • 1 dl bragðlaus olía
  • 1 dl rjómi
  • sirka 10 fersk myntublöð

Aðferð:

  1. Saxið súkkulaðið í litla bita og setjið í skál með flórsykri, olíu og rjóma.
  2. Setjið skálina yfir pott með sjóðandi vatni og hrærið vel saman. Þegar allt hefur blandast vel saman, bætið þá söxuðum myntublöðum saman við. Smakkið til.
  3. Hellið súkkulaðinu í skál eða krukku og setjið inn í ísskáp.
  4. Notið sem álegg á brauð – en súkkulaðið dugar í 5-6 daga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert