Áleggið sem bragðast eins og sælgæti

Súkkulaðismjör sem bragðast eins og After Eight - namm!
Súkkulaðismjör sem bragðast eins og After Eight - namm! mbl.is/grazia.fr

Hér bjóðum við ykk­ur upp á álegg sem bragðast eins og fín­asta súkkulaði – Af­ter Eig­ht. Heima­gert súkkulaðismjör sem er nokk­urs kon­ar súkkulaðikrem, og er afar ein­falt að bera fram.

Áleggið sem bragðast eins og sælgæti

Vista Prenta

Áleggið sem bragðast eins og súkkulaði

  • 125 g dökkt súkkulaði
  • 50 g flór­syk­ur
  • 1 dl bragðlaus olía
  • 1 dl rjómi
  • sirka 10 fersk myntu­blöð

Aðferð:

  1. Saxið súkkulaðið í litla bita og setjið í skál með flór­sykri, olíu og rjóma.
  2. Setjið skál­ina yfir pott með sjóðandi vatni og hrærið vel sam­an. Þegar allt hef­ur bland­ast vel sam­an, bætið þá söxuðum myntu­blöðum sam­an við. Smakkið til.
  3. Hellið súkkulaðinu í skál eða krukku og setjið inn í ís­skáp.
  4. Notið sem álegg á brauð – en súkkulaðið dug­ar í 5-6 daga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert